Fótbolti

Ingibjörg skoraði í tapi og jafntefli í íslenskum toppslag í Noregi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir. vísir/getty
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði eina mark Djurgården er liðið tapaði 2-1 fyrir Våxsjö á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ingibjörg jafnaði metin í 1-1 á 40. mínútu en Våxsjö skoraði sigurmarkið er níu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 2-1 sigur heimastúlkna í Våxsjö.

Ingibjörg spilaði allan leikinn fyrir Djurgården sem er í tíunda sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsæti.

Í norsku B-deildinni var íslenskur toppslagur er Sandefjord og Start gerðu markalaust jafntefli. Viðar Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord og sömu sögu má segja af Aroni Sigurðarsyni hjá Start.

Sandefjord er því áfram í öðru sætinu með 37 stig en Start er sæti neðar með 35 stig. Annað Íslendingalið, Álasund, er á toppnum eð 41 stig en þeir leika á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×