Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. júlí 2019 06:00 Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil. Fréttablaðið/ERNIR Afstaða, félag fanga, hefur kært blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011. Notkun Gunnars á stefnumótaappinu Tinder hefur verið grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV um Gunnar í júlímánuði en í kæru Afstöðu eru sérstaklega gerðar athugasemdir við vinnubrögð Ágústs Borgþórs Sverrissonar og framsetningu fréttar hans frá 19. júlí síðastliðnum. Meðal þess sem Afstaða gerir athugasemdir við er að Ágúst Borgþór hafi setið fyrir Gunnari Rúnari fyrir utan áfangaheimilið Vernd og falast eftir viðtali, ítarlegar útlitslýsingar á Gunnari, birtingar mynda sem teknar voru úr ‚launsátri‘ eins og segir í kærunni; birting heimilisfangs nánustu fjölskyldu Gunnars þangað sem Gunnar venji komur sínar, auk umfjöllunar um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður þeirra. Byggt er á því í kærunni að Ágúst Borgþór hafi gerst sekur um brot gegn 3. gr. siðareglna blaðamanna sem kveður á um að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Hann skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Í kærunni er kvartað undan því að Ágúst hafi virt bæði lög og reglur að vettugi þegar hann sat fyrir Gunnari fyrir utan Vernd og falaðist eftir viðtali við hann án leyfis Fangelsisstofnunar, eins og skylt er. Þá hafi Ágúst sýnt tillitsleysi með nákvæmri lýsingu á klæðaburði Gunnars, hárgreiðslu og öðrum þáttum í útliti hans og borið saman við útlit hans árið 2009. Ljóst sé að Gunnar hafi ekki kært sig um slíka umfjöllun enda hafi hann neitað fyrrgreindri beiðni um viðtal. Útlit Gunnars hafi ekkert fréttagildi og umfjöllun þar að lútandi sé eingöngu ætlað að svala forvitni tiltekins hóps. Ljósmyndir af Gunnari við vinnu sína, sem teknar voru án hans vitundar, hafa að mati Afstöðu heldur ekkert fréttagildi né heldur upplýsingar um heimilisfang móður Gunnars eða bíl hennar en birtar voru myndir af honum í DV. Þá eigi veikindi bróður Gunnars og fjölskylduharmleikur úr fortíðinni ekkert erindi til almennings; um viðkvæm og persónuleg málefni sé að ræða og gæta verði sérstaklega að einkalífsvernd aðstandenda Gunnars, sem beri enga ábyrgð á gjörðum hans. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fjölmiðlar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hefur kært blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011. Notkun Gunnars á stefnumótaappinu Tinder hefur verið grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV um Gunnar í júlímánuði en í kæru Afstöðu eru sérstaklega gerðar athugasemdir við vinnubrögð Ágústs Borgþórs Sverrissonar og framsetningu fréttar hans frá 19. júlí síðastliðnum. Meðal þess sem Afstaða gerir athugasemdir við er að Ágúst Borgþór hafi setið fyrir Gunnari Rúnari fyrir utan áfangaheimilið Vernd og falast eftir viðtali, ítarlegar útlitslýsingar á Gunnari, birtingar mynda sem teknar voru úr ‚launsátri‘ eins og segir í kærunni; birting heimilisfangs nánustu fjölskyldu Gunnars þangað sem Gunnar venji komur sínar, auk umfjöllunar um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður þeirra. Byggt er á því í kærunni að Ágúst Borgþór hafi gerst sekur um brot gegn 3. gr. siðareglna blaðamanna sem kveður á um að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Hann skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Í kærunni er kvartað undan því að Ágúst hafi virt bæði lög og reglur að vettugi þegar hann sat fyrir Gunnari fyrir utan Vernd og falaðist eftir viðtali við hann án leyfis Fangelsisstofnunar, eins og skylt er. Þá hafi Ágúst sýnt tillitsleysi með nákvæmri lýsingu á klæðaburði Gunnars, hárgreiðslu og öðrum þáttum í útliti hans og borið saman við útlit hans árið 2009. Ljóst sé að Gunnar hafi ekki kært sig um slíka umfjöllun enda hafi hann neitað fyrrgreindri beiðni um viðtal. Útlit Gunnars hafi ekkert fréttagildi og umfjöllun þar að lútandi sé eingöngu ætlað að svala forvitni tiltekins hóps. Ljósmyndir af Gunnari við vinnu sína, sem teknar voru án hans vitundar, hafa að mati Afstöðu heldur ekkert fréttagildi né heldur upplýsingar um heimilisfang móður Gunnars eða bíl hennar en birtar voru myndir af honum í DV. Þá eigi veikindi bróður Gunnars og fjölskylduharmleikur úr fortíðinni ekkert erindi til almennings; um viðkvæm og persónuleg málefni sé að ræða og gæta verði sérstaklega að einkalífsvernd aðstandenda Gunnars, sem beri enga ábyrgð á gjörðum hans.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fjölmiðlar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira