Ágústspá Siggu Kling - Fiskarnir: Haltu áfram í örlætisferð þinni Sigga Kling skrifar 2. ágúst 2019 09:00 Elsku hjartans Fiskurinn minn, þú ert alltaf sístarfandi með ný verkefni hægri vinstri og ef þú klárar það sem þú byrjar á fær ekkert þig stöðvað til að vera farsæll. Þú ert alltaf að gefa svo mikið, ert örlátasta stjörnumerkið og að sjálfsögðu er til fólk sem mun misnota gjafmildi þína, en haltu bara áfram í örlætisferð þinni því þú færð allt til baka með vöxtum. Sjáðu það hjartað mitt hvað þú ert vinsæll og vinmargur og þótt þú hafir ekki alltaf tíma til að gefa öllum þá gleymir þér samt enginn, en þú hefur það samt alltaf í huga þú þurfir að gefa, bjarga og redda því þannig sál ertu. Það eina sem getur sett þig núna í krappa stöðu er að þú ert helst til áhrifagjarn og elskar athygli, skoðaðu þess vegna hverjar eru raunverulegar fyrirmyndir, ekki „sikksakka“ á milli fólks sem hefur ekkert að gefa, heldur tekur bara og tekur. Á þessu tímabili sem þú ert staddur núna geturðu fundið fyrir doða, vera dofinn fyrir hinu og þessu en það er bara svo sannarlega allt í lagi, því það er bara viss vörn fyrir þeim og því sem sem hafa ekkert með það að gera að vera áhrifavaldar í lífi þínu. Næstu mánuðir verða þér happadrjúgir því þú munt svo sannarlega vita hvað þú vilt, þú finnur lausnir og leiðir að takmarki þínu og tækifærin eru á léttu nótum lífsins. Þú aðlagast svo vel að öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur með þinni einlægu lífsgleði og lífstjáningu eins og þér einum er lagið og vertu hagsýnn um hugmyndir um draumana þína því þá rætast draumarnir fyrr. Þú elskar að hafa tök á tilfinningum þínum og átt þar af leiðandi til að reyna að stjórna og mikið þeim sem þú elskar, en slepptu tökunum og ástin blómstrar með þessari einskæru hjartahlýju sem þú býrð yfir. Kossar og knús, Sigga KlingFiskar 19. febrúar - 20. marsHöddi Magg, fjölmiðlamaður, 19. febrúar Baltasar Kormákur, leikstjóri, 27. febrúar Albert Einstein, vísindamaður, 14. mars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 12. mars Ólafur Darri Ólafsson, leikari, 13. mars Vigdís Hauksdóttir, stjórnmálamaður, 20. mars Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, 19. mars Páll Óskar poppstjarna, 16. mars Elín Metta Jensen, fótboltakona, 1. mars Rihanna, tónlistarkona, 20. febrúar Liz Taylor, leikkona, 27. febrúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Elsku hjartans Fiskurinn minn, þú ert alltaf sístarfandi með ný verkefni hægri vinstri og ef þú klárar það sem þú byrjar á fær ekkert þig stöðvað til að vera farsæll. Þú ert alltaf að gefa svo mikið, ert örlátasta stjörnumerkið og að sjálfsögðu er til fólk sem mun misnota gjafmildi þína, en haltu bara áfram í örlætisferð þinni því þú færð allt til baka með vöxtum. Sjáðu það hjartað mitt hvað þú ert vinsæll og vinmargur og þótt þú hafir ekki alltaf tíma til að gefa öllum þá gleymir þér samt enginn, en þú hefur það samt alltaf í huga þú þurfir að gefa, bjarga og redda því þannig sál ertu. Það eina sem getur sett þig núna í krappa stöðu er að þú ert helst til áhrifagjarn og elskar athygli, skoðaðu þess vegna hverjar eru raunverulegar fyrirmyndir, ekki „sikksakka“ á milli fólks sem hefur ekkert að gefa, heldur tekur bara og tekur. Á þessu tímabili sem þú ert staddur núna geturðu fundið fyrir doða, vera dofinn fyrir hinu og þessu en það er bara svo sannarlega allt í lagi, því það er bara viss vörn fyrir þeim og því sem sem hafa ekkert með það að gera að vera áhrifavaldar í lífi þínu. Næstu mánuðir verða þér happadrjúgir því þú munt svo sannarlega vita hvað þú vilt, þú finnur lausnir og leiðir að takmarki þínu og tækifærin eru á léttu nótum lífsins. Þú aðlagast svo vel að öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur með þinni einlægu lífsgleði og lífstjáningu eins og þér einum er lagið og vertu hagsýnn um hugmyndir um draumana þína því þá rætast draumarnir fyrr. Þú elskar að hafa tök á tilfinningum þínum og átt þar af leiðandi til að reyna að stjórna og mikið þeim sem þú elskar, en slepptu tökunum og ástin blómstrar með þessari einskæru hjartahlýju sem þú býrð yfir. Kossar og knús, Sigga KlingFiskar 19. febrúar - 20. marsHöddi Magg, fjölmiðlamaður, 19. febrúar Baltasar Kormákur, leikstjóri, 27. febrúar Albert Einstein, vísindamaður, 14. mars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 12. mars Ólafur Darri Ólafsson, leikari, 13. mars Vigdís Hauksdóttir, stjórnmálamaður, 20. mars Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, 19. mars Páll Óskar poppstjarna, 16. mars Elín Metta Jensen, fótboltakona, 1. mars Rihanna, tónlistarkona, 20. febrúar Liz Taylor, leikkona, 27. febrúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira