Ágústspá Siggu Kling - Vogin: Næstu þrír mánuðir eru mikilvægir Sigga Kling skrifar 2. ágúst 2019 09:00 Elsku Vogin mín, þú ert svo dásamleg í því að aðstoða aðra í tilfinningalegu veseni og vandræðum, svo engum dettur í eina mínútu í hug hversu ofboðslega viðkvæm þú ert. Þú ert skapmikill sálfræðingur bæði í orði og á borði og það eru eins og örlög þín að ná góðum árangri, svo reiði er eina hindrunin sem getur stoppað þig. Næstu þrír mánuðir eru ofboðslega mikilvægir í lífi þínu því þeir færa þér grunninn að því lífi sem þú vilt lifa og þú sérð betur hversu ótrúlega heppin persóna þú ert, en þú þarft samt að taka stjórnina í þínar eigin hendur, láta hlutina gerast og ýta fólki áfram eins og sá sanni leiðtogi sem þú ert. Þú átt það til að vera of skyldurækin og þarft líka að hugsa um þínar eigin langanir, þrár og ekki gleyma að sinna sjálfri þér. Þessi tími verður svo magnaður og máttur þinn eykst um helming, eins og þú fáir óhindraðan kraft til að vaða í gegnum eld og brennistein og þótt þú komir sveitt í mark verður þú svo ofboðslega ánægð með sjálfa þig. Þessi ánægja mun geisla út frá þér eins og sólin og fólk tekur eftir þér hvert sem þú ferð því það elskar að fylgjast með þér og er að bíða eftir því hvað þú gerir næst því þú átt þér miklu fleiri aðdáendur en þú heldur. Þú verður svo tilbúin að gefa þig alla í það sem þú ert að gera um leið og þú þarft á því að halda, hafðu engar áhyggjur af því, áhyggjur eru til einskis nýtar hvort sem er. Þú ert svo örvandi og nýtur þín best við stjórnvöllinn, bæði heima og í vinnu, þolir ekki leti og pirrar þig á annarra óskipulagi og leti og þá kemur reiðin. Teldu upp að tíu áður en þú lætur pirringinn í ljós því þú sérð svo ofboðslega eftir því þegar þú særir eða spælir aðra, ef það dugar ekki til teldu upp að tíu, tuttugu eða þrjátíu, því þá færðu heimsins bestu umsögn og virðingu frá fólki í kringum þig og það áttu svo sannarlega skilið. Knús og kossar, Sigga KlingVog 23. september - 22. októberKári Árnason, landsliðsmaður í fótbolta, 13. október Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður, 6. október Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, 11. október Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnmálamaður, 12. október Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, 4. október Ragga Gísla, tónlistarmaður, 7. október Steinn Steinarr, skáld, 13. október Margret Thatcher, 13. október Fanney Birna Jónsdóttir, fjölmiðlakona, 21. október Friðrik Dór, tónlistarmaður, 7. október JóiPé, tónlistarmaður, 2. október Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttaþulur, 19. október Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Elsku Vogin mín, þú ert svo dásamleg í því að aðstoða aðra í tilfinningalegu veseni og vandræðum, svo engum dettur í eina mínútu í hug hversu ofboðslega viðkvæm þú ert. Þú ert skapmikill sálfræðingur bæði í orði og á borði og það eru eins og örlög þín að ná góðum árangri, svo reiði er eina hindrunin sem getur stoppað þig. Næstu þrír mánuðir eru ofboðslega mikilvægir í lífi þínu því þeir færa þér grunninn að því lífi sem þú vilt lifa og þú sérð betur hversu ótrúlega heppin persóna þú ert, en þú þarft samt að taka stjórnina í þínar eigin hendur, láta hlutina gerast og ýta fólki áfram eins og sá sanni leiðtogi sem þú ert. Þú átt það til að vera of skyldurækin og þarft líka að hugsa um þínar eigin langanir, þrár og ekki gleyma að sinna sjálfri þér. Þessi tími verður svo magnaður og máttur þinn eykst um helming, eins og þú fáir óhindraðan kraft til að vaða í gegnum eld og brennistein og þótt þú komir sveitt í mark verður þú svo ofboðslega ánægð með sjálfa þig. Þessi ánægja mun geisla út frá þér eins og sólin og fólk tekur eftir þér hvert sem þú ferð því það elskar að fylgjast með þér og er að bíða eftir því hvað þú gerir næst því þú átt þér miklu fleiri aðdáendur en þú heldur. Þú verður svo tilbúin að gefa þig alla í það sem þú ert að gera um leið og þú þarft á því að halda, hafðu engar áhyggjur af því, áhyggjur eru til einskis nýtar hvort sem er. Þú ert svo örvandi og nýtur þín best við stjórnvöllinn, bæði heima og í vinnu, þolir ekki leti og pirrar þig á annarra óskipulagi og leti og þá kemur reiðin. Teldu upp að tíu áður en þú lætur pirringinn í ljós því þú sérð svo ofboðslega eftir því þegar þú særir eða spælir aðra, ef það dugar ekki til teldu upp að tíu, tuttugu eða þrjátíu, því þá færðu heimsins bestu umsögn og virðingu frá fólki í kringum þig og það áttu svo sannarlega skilið. Knús og kossar, Sigga KlingVog 23. september - 22. októberKári Árnason, landsliðsmaður í fótbolta, 13. október Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður, 6. október Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, 11. október Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnmálamaður, 12. október Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, 4. október Ragga Gísla, tónlistarmaður, 7. október Steinn Steinarr, skáld, 13. október Margret Thatcher, 13. október Fanney Birna Jónsdóttir, fjölmiðlakona, 21. október Friðrik Dór, tónlistarmaður, 7. október JóiPé, tónlistarmaður, 2. október Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttaþulur, 19. október Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira