„Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. júlí 2019 19:00 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði segir að nýjast skýrsla Fitch Rating spái stöðnun í efnahagslífinu á árinu en ekki samdrætti. Síðustu mánuði hafa greiningar-og fjármálastofnanir spáð nokkurri niðursveiflu í hagvexti hér á landi og þar er mest spáð um tæplega tveggja prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Fitch Ratings kemur er hins vegar spáð stöðnun en ekki samdrætti. Þar kemur enn fremur fram að íslenskt efnahagslíf sterkt, hér séu sterkir innviðir, há laun, mikill mannauður og lánshæfi ríkissjóðs er metið í A-flokki. Veikleikar kerfisins felist hins vegar í litlu efnahagskerfi og einhæfum útflutningi og sveiflur þar geti haft meiri áhrif á efnahagslífið en í stærri og fjölbreyttari hagkerfum eins og fall WOW air, loðnubresturinn á árinu og kyrrsetning Boeing-véla Icelandair hafi sýnt. Fall WOW air hafi hins vegar ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir og strax á næsta ári er spáð hagvexti á ný. Þórólfur G. Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir skýrsluna frekar jákvæða. „Þetta er ekki svartnættisskýrsla heldur þvert á móti það er verið að halda svona vel í horfinu í efnahagslífinu,“ segir Þórólfur. Þá virðist fall WOW air frekar hafa komið niður á erlendum fyrirtækjum. „Skuldir vegna falls WOW air virðast hafa komið niður á öðrum aðilum en innlendum að greiða. Við höfum kannski verið svolítið flink í að koma slæmum áföllum yfir á útlendinga,“ segir Þórólfur. Álit útlendinga á innviðum sé stundum annað en hjá heimamönnum. Til að mynda sé sérstaklega nefnt í skýrslunni að hér séu sterkir innviðir. „Þetta lítur svolítið öðruvísi út þegar það er horft er á það utanfrá en þegar við lítum á það sjálf og sjáum ekkert nema svartnætti í hverju horni,“ segir Þórólfur. Þórólfur nefnir hins vegar að ekki komi fram í skýrslunni spá um hver áhrif lokunnar kerskála í Álverinu í Straumsvík hafi mögulega á tekjutap hjá Landsvirkjun og þá hagvöxtinn. „Það getur haft áhrif á spánna ef það dregst að opna kerskálann,“ segir Þórólfur. Efnahagsmál WOW Air Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Síðustu mánuði hafa greiningar-og fjármálastofnanir spáð nokkurri niðursveiflu í hagvexti hér á landi og þar er mest spáð um tæplega tveggja prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Fitch Ratings kemur er hins vegar spáð stöðnun en ekki samdrætti. Þar kemur enn fremur fram að íslenskt efnahagslíf sterkt, hér séu sterkir innviðir, há laun, mikill mannauður og lánshæfi ríkissjóðs er metið í A-flokki. Veikleikar kerfisins felist hins vegar í litlu efnahagskerfi og einhæfum útflutningi og sveiflur þar geti haft meiri áhrif á efnahagslífið en í stærri og fjölbreyttari hagkerfum eins og fall WOW air, loðnubresturinn á árinu og kyrrsetning Boeing-véla Icelandair hafi sýnt. Fall WOW air hafi hins vegar ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir og strax á næsta ári er spáð hagvexti á ný. Þórólfur G. Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir skýrsluna frekar jákvæða. „Þetta er ekki svartnættisskýrsla heldur þvert á móti það er verið að halda svona vel í horfinu í efnahagslífinu,“ segir Þórólfur. Þá virðist fall WOW air frekar hafa komið niður á erlendum fyrirtækjum. „Skuldir vegna falls WOW air virðast hafa komið niður á öðrum aðilum en innlendum að greiða. Við höfum kannski verið svolítið flink í að koma slæmum áföllum yfir á útlendinga,“ segir Þórólfur. Álit útlendinga á innviðum sé stundum annað en hjá heimamönnum. Til að mynda sé sérstaklega nefnt í skýrslunni að hér séu sterkir innviðir. „Þetta lítur svolítið öðruvísi út þegar það er horft er á það utanfrá en þegar við lítum á það sjálf og sjáum ekkert nema svartnætti í hverju horni,“ segir Þórólfur. Þórólfur nefnir hins vegar að ekki komi fram í skýrslunni spá um hver áhrif lokunnar kerskála í Álverinu í Straumsvík hafi mögulega á tekjutap hjá Landsvirkjun og þá hagvöxtinn. „Það getur haft áhrif á spánna ef það dregst að opna kerskálann,“ segir Þórólfur.
Efnahagsmál WOW Air Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira