Fótbolti

Svava Rós skoraði og lagði upp í stórsigri Kristianstad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Svava Rós er komin með þrjú mörk í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Svava Rós er komin með þrjú mörk í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/vilhelm

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp annað í 0-5 útisigri Kristianstads á Kungsbacka í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Með sigrinum komst Kristianstads upp í 3. sæti deildarinnar. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir HM-hléið.

Svava Rós skoraði og gaf stoðsendingu í fyrri hálfleiknum. Hún var svo tekin af velli í hálfleik.

Sif Atladóttir var einnig í byrjunarliði Kristianstad en var tekin af velli á 61. mínútu. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad sem hefur skorað flest mörk allra liða í sænsku deildinni á tímabilinu.

Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir léku allan leikinn í vörn Djurgården sem bar sigurorð af Limhamn Bunkeflo, 0-1. Eina mark leiksins kom beint úr hornspyrnu í uppbótartíma.

Þetta var annar sigur Djurgården í röð. Liðið er í 8. sæti deildarinnar. Guðbjörg Gunnarsdóttir lék ekki með Djurgården í dag.

Andrea Thorisson lék síðustu ellefu mínúturnar í liði Limhamn Bunkeflo sem er í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.