Fótbolti

Mark Arnórs réði úrslitum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Sigurðsson er að gera góða hluti hjá CSKA Moskvu
Arnór Sigurðsson er að gera góða hluti hjá CSKA Moskvu vísir/getty

Arnór Sigurðsson skoraði seinna mark CSKA Moskvu í 2-1 sigri á Orenburg í annarri umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

CSKA byrjaði ekki nógu vel í deildinni og tapaði sínum fyrsta leik en komu af krafti gegn Orenburg á heimavelli sínum. Nikola Vlasic kom þeim yfir á 30. mínútu áður en Arnór skoraði átta mínútum síðar.

Mark Arnórs var af glæsilegri gerðinni, hann fékk skemmtilega vippusendingu frá Fedor Chalov inn í teiginn, skaut boltanum viðstöðulaust á lofti og þrumaði honum í netið.

Það tók gestina aðeins tvær mínútur að svara með marki fra´Nikita Malyarov en þeir komust þó ekki nær og lauk leik 2-1.

Hörður Björgvin Magnússon var einnig í byrjunarliði CSKA líkt og Arnór.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.