Fótbolti

Óttar Magnús spilaði 10 mínútur í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óttar Magnús á landsliðsæfingu.
Óttar Magnús á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm

Óttar Magnús Karlsson hefur mátt þola mikla bekkjarsetu hjá sænska B-deildarliðinu Mjallby á yfirstandandi leiktíð og Óttar hóf leik á bekknum í dag þegar liðið fékk Halmstad í heimsókn.

Mohanad
 Jeahze eftir 38 mínútna leik og Jacob Bergström tvöfaldaði forystuna á 74.mínútu.

Óttar kom inná sem varamaður á 82.mínútu en leiknum lauk 2-0 fyrir Mjallby sem er þjálfað af Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings R. og Breiðabliks.

Mjallby lyftir sér upp í 2.sæti B-deildarinnar með sigrinum.

Óttar Magnús hefur verið orðaður við endurkomu í Pepsi-Max deildina og verður spennandi að sjá hvort eitthvað gerist í hans málum á næstu dögum en lokað verður fyrir félagaskiptagluggann á Íslandi eftir 10 daga.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.