Ævintýri kærustupars í tjaldi í Laugardalnum Birna Dröfn Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 07:30 Katerina Parouka nýtur þess að vera í tjaldinu, en þar hyggst hún búa fram í október. Fréttablaðið/Stefán „Ég er búin að vera hérna í næstum því mánuð og þetta er mjög fínt, eiginlega bara algjört ævintýri,“ segir Katerina Parouka, háskólanemi frá Grikklandi. Hún býr í tjaldi í Laugardalnum ásamt kærasta sínum. „Við erum búin að vera allan tímann í tjaldinu og verðum fram á haust. Förum aftur heim í október,“ segir Katerina sem kveðst vel geta hugsað sér að búa lengur á Íslandi. „En ég er að fara að útskrifast úr íþróttafræði í háskóla á Grikklandi, svo kannski komum við bara aftur á næsta ári og reynum að vera lengur.“ Bæði Katerina og kærastinn eru að vinna á Íslandi í sumar en langar að ferðast um landið og skoða náttúruna áður en þau fara aftur til Grikklands. „Ég er að vinna sem þerna á Center Hotel hér í borginni og líkar vel. Við höfuð skoðað borgina í þaula og þetta er frábær borg en okkur langar að sjá meira. Til dæmis Bláa lónið.“Katerina Parouka.Fréttablaðið/StefánKaterina og kærasti hennar hafa komið sér vel fyrir í Laugardalnum. Tjaldið er vel útbúið og heimilislegt. „Þá daga sem ég er að vinna mæti ég klukkan átta og vinn til klukkan fjögur, kærastinn minn kemur svo heim og eldar fyrir mig. Svo bara höfum við það huggulegt, horfum kannski á mynd í símanum og förum að sofa.“ Þegar Fréttablaðið hitti Katerinu var hún í fríi og naut þess að slaka á í tjaldinu. „Ég ætla bara að nýta daginn í að slaka á. Nýt þess að hvíla mig í tjaldinu og svo er ég hérna með húllahring sem ég elska að leika mér með,“ segir hún og hlær. Einstaklega gott veður hefur verið í borginni í sumar og segist Katerina ekki vera kvíðin kuldanum sem fylgir haustinu hér á landi. „Við vitum að það verður kalt en ætlum bara að sjá hversu kalt, svo þangað til að það verður of kalt þá verðum við í tjaldinu,“ segir hún. „Við erum vel búin, með fullt af hlýjum förum og svefnpokum svo ég held að þetta ætti að vera í lagi, okkur hefur að minnsta kosti ekki orðið kalt hingað til,“ segir Katerina. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira
„Ég er búin að vera hérna í næstum því mánuð og þetta er mjög fínt, eiginlega bara algjört ævintýri,“ segir Katerina Parouka, háskólanemi frá Grikklandi. Hún býr í tjaldi í Laugardalnum ásamt kærasta sínum. „Við erum búin að vera allan tímann í tjaldinu og verðum fram á haust. Förum aftur heim í október,“ segir Katerina sem kveðst vel geta hugsað sér að búa lengur á Íslandi. „En ég er að fara að útskrifast úr íþróttafræði í háskóla á Grikklandi, svo kannski komum við bara aftur á næsta ári og reynum að vera lengur.“ Bæði Katerina og kærastinn eru að vinna á Íslandi í sumar en langar að ferðast um landið og skoða náttúruna áður en þau fara aftur til Grikklands. „Ég er að vinna sem þerna á Center Hotel hér í borginni og líkar vel. Við höfuð skoðað borgina í þaula og þetta er frábær borg en okkur langar að sjá meira. Til dæmis Bláa lónið.“Katerina Parouka.Fréttablaðið/StefánKaterina og kærasti hennar hafa komið sér vel fyrir í Laugardalnum. Tjaldið er vel útbúið og heimilislegt. „Þá daga sem ég er að vinna mæti ég klukkan átta og vinn til klukkan fjögur, kærastinn minn kemur svo heim og eldar fyrir mig. Svo bara höfum við það huggulegt, horfum kannski á mynd í símanum og förum að sofa.“ Þegar Fréttablaðið hitti Katerinu var hún í fríi og naut þess að slaka á í tjaldinu. „Ég ætla bara að nýta daginn í að slaka á. Nýt þess að hvíla mig í tjaldinu og svo er ég hérna með húllahring sem ég elska að leika mér með,“ segir hún og hlær. Einstaklega gott veður hefur verið í borginni í sumar og segist Katerina ekki vera kvíðin kuldanum sem fylgir haustinu hér á landi. „Við vitum að það verður kalt en ætlum bara að sjá hversu kalt, svo þangað til að það verður of kalt þá verðum við í tjaldinu,“ segir hún. „Við erum vel búin, með fullt af hlýjum förum og svefnpokum svo ég held að þetta ætti að vera í lagi, okkur hefur að minnsta kosti ekki orðið kalt hingað til,“ segir Katerina.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira