Fótbolti

Aron fékk sínar fyrstu mínútur með Hammarby í öruggum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hammarby fagnar marki.
Hammarby fagnar marki. vísir/getty

Aron Jóhannsson lék sínar fyrstu mínútur fyrir Hammarby í kvöld er liðið vann þægilegan 5-2 sigur á Elfsborg á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni.

Aron gekk í raðir Hammarby fyrr í mánuðinum en byrjaði á bekknum í kvöld er hann var í leikmannahópi liðsins í fyrsta sinn.

Hammarby var með flugeldasýningu í fyrri hálfleik en liðið var 4-0 yfir eftir 39 mínútur. Ótrúlegur fyrri hálfleikur en lokatölururnar urðu 5-2.

Aron lék í rúmlega stundarfjórðung en eftir sigurinn er Hammarby í sjötta sæti deildarinnar. Elfsborg er í tíunda sæti deildarinnar.

Anna Rakel Pétursdóttir var ónotaður varamaður er Linköping tapaði 2-0 fyrir Eskilstuna á útivelli. Linköping er í fimmta sæti deildarinnar eftir áttundu umferðina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.