Innlent

Fleiri mál kláruð þrátt fyrir manneklu

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Eins og afbrotatölfræði embættisins fyrir júnímánuð sýnir hefur orðið sprenging í málum varðandi fíkniefnaakstur.
Eins og afbrotatölfræði embættisins fyrir júnímánuð sýnir hefur orðið sprenging í málum varðandi fíkniefnaakstur.
Ákærusvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu afgreiddi að meðaltali fleiri mál í mánuði í fyrra en síðastliðin þrjú ár á undan (2015-2017). Þetta sýna tölur frá embættinu.Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær eru yfir sex þúsund mál til meðferðar hjá sviðinu og hefur farið mjög fjölgandi á undanförnum árum.Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs LRH, segir það kraftaverki líkast að sviðið hafi getað haldið í horfinu og gott betur þrátt fyrir að hafa misst fólk til annarra embætta og fjölgun mála á sama tíma.Hulda segir að þrátt fyrir manneklu hjá ákærusviði á undanförnum árum, verði henni ekki kennt um þá fjölgun mála sem eru til meðferðar á sviðinu heldur skýrist hún fyrst og fremst af því að fleiri mál komi inn á ákærusvið frá þjónustu- og rannsóknardeildum en áður. Þá hafi orðið raunfjölgun í tilteknum málaflokkum. Þar vegur þyngst mikil fjölgun mála sem varða ölvunarakstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.Eins og afbrotatölfræði embættisins fyrir júnímánuð sýnir hefur orðið sprenging í málum varðandi fíkniefnaakstur en 45 prósent fjölgun hefur orðið í skráningu slíkra brota í samanburði við sama tímabil síðustu þriggja ára. Ölvunarakstursbrotum hefur einnig fjölgað umtalsvert eða um 18 prósent.Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Elsta málið er átta ára gamalt

Elsta málið sem bíður afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er frá 2011. Opin mál hjá embættinu öllu eru yfir fimmtán þúsund. Umferðarlagabrot eru í miklum meirihluta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.