Erlent

Elís Poulsen látinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Elís Poulsen var 67 ára gamall þega hann lést.
Elís Poulsen var 67 ára gamall þega hann lést. Kringvarp Færeyja.
Færeyski fjölmiðlamaðurinn Elís Poulsen er látinn 67 ára að aldri. Poulsen var Íslendingum að góðu kunnur en hann var fréttaritari Stöðvar 2 og RÚV í Færeyjum um tíma og flutti fréttapistla þaðan á íslensku.

Elís var þekktur í Færeyjum fyrir útvarpsþætti sína á borð við Lurtarnir og vit, Tit skriva vit spæla og Upp á tá sem var á dagskrá á föstudagskvöldum þar sem Elís lék danstónlist fyrir Færeyinga. Hann var einnig með sjónvarpsþættina Túnatos þar sem hann fjallaði um mannlíf í Færeyjum.

Á færeyska vefnum Portal kemur fram að Elís hafi glímt við alvarleg veikindi undanfarin ár.

Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV, minnist Elis á Facebook-síðu sinni en hann segir Elís hafa verið einstaklega ljúfan og yndislegan mann sem var sérlega greiðvikinn. Átti Elís marga vini hér á landi en hann gekk í skóla á Íslandi og býr systir hans Marentza hér. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×