Fótbolti

Rúnar Már og félagar í fótspor Vals og náðu ekki að skora í Andorra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Már í landsleik.
Rúnar Már í landsleik. vísir/getty

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana gerðu markalaust jafntefli er liðið mætti Santa Coloma í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Leikið var í Andorra í kvöld en Valur mætti Santa Coloma á síðustu leiktíð. Valur vann þá viðureign samanlagt 3-1 en tapaði fyrri leiknum 1-0 í Andorra.

Rúnar Már og félagar, eins og Valsmenn, náðu ekki að koma boltanum í netið og verður því allt undir er liðin mætast í Kasakstan er liðin mætast að viku liðinni.

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði fyrstu 64 mínútur leiksins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.