Innlent

Öll áhersla á að minnka hömlur

Ari Brynjólfsson skrifar
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir það áherslu flokksins að losna við markaðshindranir á leigubílamarkaði.

„Í okkar huga snýst þetta ekki um eitthvert einstakt fyrirtæki, Uber eða eitthvert annað fyrirtæki, heldur snýst þetta um markaðshindranir. Það er okkar stóra afstaða í þessu, við viljum náttúrulega ekki vera með markaðshindranir líkt og fyrirkomulagið er í dag. Það er fyrst og síðast það sem við viljum laga,“ segir Þórdís Lóa.

„Loftslagsmál, umferðarmál í borginni og fleira er í rauninni annars eðlis og allt önnur umræða.“


Tengdar fréttir

Stígi varlega til jarðar varðandi Uber

Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir að komi til þess að farveitur á borð við Uber hefji starfsemi í borginni þurfi að stíga varlega til jarðar. Uber geti bætt nýtingu á hverjum bíl en líka leitt til aukinnar umferðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.