Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 11:56 Mueller þegar hann mætti í þinghúsið nú í morgun. AP/Susan Walsh Fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins svarar í fyrsta skipti spurningum bandarískra þingmanna um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og tilraunum hans til að hindra framgang réttvísinnar í dag. Hægt er að fylgjast með vitnisburði Roberts Mueller í beinni útsendingu á Vísi. Vitnisburður Mueller hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hóst klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Hann kemur fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Í upphafsávarpi sínu sagði Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós „umfangsmiklar og kerfisbundnar“ tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og ekki hafi verið sýnt fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump. Ransóknin á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið „einstaklega mikilvæg“. „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið,“ sagði Mueller. Spurður að því hvort hægt væri að ákæra Trump þegar hann léti af embætti svaraði Mueller því játandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Mueller hefur þurft að svara spurningum um rannsóknina. Hann hefur aðeins tjáð sig einu sinni áður opinberlega um niðurstöður hennar. Það gerði hann á blaðamannafundi 29. maí þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi ekki þurfa bera vitni fyrir þingnefnd og vísaði til skýrslunnar sem vitnisburðar síns. Mueller hefur að minnsta kosti í tvígang ítrekað þann skilning sinn að þó að álit dómsmálaráðuneytisins þýddi að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta þá væri hægt að sækja hann til saka eftir að hann lætur af embætti. Demókratar hafa fram að þessu reynt að fá Mueller til að staðfesta skilning sinn á hlutum skýrslunnar um hindrun framgang rannsóknarinnar. Repúblikanar hafa aftur á móti reynt að kasta rýrð á trúverðugleika Mueller og rannsóknarinnar. Mueller hefur á móti nær algerlega haldið sig við að vísa til þess sem stendur í skýrslu hans, staðfest atriði sem koma fram í henni eða sagst ekki geta tjáð sig um einstök atriði. Niðurstaða skýrslu Mueller var að ekki væri sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Lagalegt álit dómsmálaráðuneytisins segði að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta og því hefði það ekki komið til skoðunar. Lýsti Mueller í staðinn ellefu atriðum sem gætu túlkast sem lögbrot forsetans. Alls ákærði Mueller 26 manns og nokkur fyrirtæki í tengslum við rannsóknina. Þar á meðal voru fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri hans og aðstoðarkosningastjóri, fyrrverandi utanríkisráðgjafi auk Rússa sem voru sakaðir um að standa fyrir samfélagsmiðlaherferð til að hafa áhrif á bandaríska kjósendur í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins svarar í fyrsta skipti spurningum bandarískra þingmanna um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og tilraunum hans til að hindra framgang réttvísinnar í dag. Hægt er að fylgjast með vitnisburði Roberts Mueller í beinni útsendingu á Vísi. Vitnisburður Mueller hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hóst klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Hann kemur fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Í upphafsávarpi sínu sagði Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós „umfangsmiklar og kerfisbundnar“ tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og ekki hafi verið sýnt fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump. Ransóknin á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið „einstaklega mikilvæg“. „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið,“ sagði Mueller. Spurður að því hvort hægt væri að ákæra Trump þegar hann léti af embætti svaraði Mueller því játandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Mueller hefur þurft að svara spurningum um rannsóknina. Hann hefur aðeins tjáð sig einu sinni áður opinberlega um niðurstöður hennar. Það gerði hann á blaðamannafundi 29. maí þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi ekki þurfa bera vitni fyrir þingnefnd og vísaði til skýrslunnar sem vitnisburðar síns. Mueller hefur að minnsta kosti í tvígang ítrekað þann skilning sinn að þó að álit dómsmálaráðuneytisins þýddi að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta þá væri hægt að sækja hann til saka eftir að hann lætur af embætti. Demókratar hafa fram að þessu reynt að fá Mueller til að staðfesta skilning sinn á hlutum skýrslunnar um hindrun framgang rannsóknarinnar. Repúblikanar hafa aftur á móti reynt að kasta rýrð á trúverðugleika Mueller og rannsóknarinnar. Mueller hefur á móti nær algerlega haldið sig við að vísa til þess sem stendur í skýrslu hans, staðfest atriði sem koma fram í henni eða sagst ekki geta tjáð sig um einstök atriði. Niðurstaða skýrslu Mueller var að ekki væri sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Lagalegt álit dómsmálaráðuneytisins segði að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta og því hefði það ekki komið til skoðunar. Lýsti Mueller í staðinn ellefu atriðum sem gætu túlkast sem lögbrot forsetans. Alls ákærði Mueller 26 manns og nokkur fyrirtæki í tengslum við rannsóknina. Þar á meðal voru fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri hans og aðstoðarkosningastjóri, fyrrverandi utanríkisráðgjafi auk Rússa sem voru sakaðir um að standa fyrir samfélagsmiðlaherferð til að hafa áhrif á bandaríska kjósendur í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent