Umferð um Múlagöng að róast Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2019 16:29 Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar má sjá að umferð í gegnum Múlagöng er farin að róast. Skjáskot Þung umferð hefur verið í gegnum Múlagöng í dag eftir að veginum um Öxnadalsheiði var lokað vegna bílveltu í hádeginu. Lögreglan hefur stýrt bílaumferð í gegnum göngin og hleypt bílum inn í hollum. Fyrir vikið hafa myndast langar bílaraðir við báða munna gangnanna, sem þó eru farnar að styttast að mati lögreglunnar á Dalvík. Tvö slys hafa varpað skugga á umferðina á Norðurlandi í dag. Fólksbíll valt á Ólafsfjarðarvegi í hádeginu og slasaðist ökumaður bílsins, sem fluttur hefur verið á sjúkrahús á Akureyri til aðhlynningar. Í fyrrnefndu slysi á Öxnadalsheiði valt olíuflutningabíll með þeim afleiðingum að um 17 þúsund lítrar af olíu láku úr tanki hans. Viðbragðsaðilar lokuðu veginum yfir heiðina meðan á aðgerðum þeirra stóð og áætlar Vegagerðin að vegurinn opni aftur um „kvöldmatarleytið,“ eins og það er orðað.Öxnadalsheiði er lokuð vegna umferðarslyss. Vonast er til að vegurinn opni um kvöldmatarleitið. Bent er á hjáleið fyrir Tröllaskaga, gegnum Ólafsfjörð. #lokað— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 24, 2019 Á meðan var umferðinni beint um Ólafsfjarðargöng og féll það fyrst um sinn í skaut lögreglunnar að stýra umferð um göngin. Í samtali við Vísi segir lögreglumaður á Dalvík að umferðin sé farin að róast, eftir töluvert álag í dag. Komið var upp sjálfstýrðri umferðarslá við munna gangnanna og útskýrir lögreglumaðurinn að ökumaður sem kemur að slánni, í þann mund sem hún er að síga niður, þurfi að bíða í um 15 mínútur eftir að hún lyftist aftur. Það gefi ökumönnum við hinn munna gangnanna nægan tíma til að aka í gegnum göngin og komi í veg fyrir að bílar festist í göngunum- „en það þýðir auðvitað líka að aðrir þurfa að bíða svolítið,“ segir lögreglumaðurinn. Hann segist þó ekki geta áætlað hversu margir bílar hafi komist í gegnum göngin í hverju holli, það fari allt eftir því hversu vakandi ökumenn eru þegar sláin fer upp aftur. Helsti flöskuhálsinn virðist vera þegar ökumenn ná ekki að halda jöfnum hraða í gegnum göngin, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Sem fyrr segir er farið að draga úr umferð í gegnum göngin og gert ráð fyrir að vegurinn um Öxnadalsheiði verði aftur opnaður í kvöld. Dalvíkurbyggð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þung umferð hefur verið í gegnum Múlagöng í dag eftir að veginum um Öxnadalsheiði var lokað vegna bílveltu í hádeginu. Lögreglan hefur stýrt bílaumferð í gegnum göngin og hleypt bílum inn í hollum. Fyrir vikið hafa myndast langar bílaraðir við báða munna gangnanna, sem þó eru farnar að styttast að mati lögreglunnar á Dalvík. Tvö slys hafa varpað skugga á umferðina á Norðurlandi í dag. Fólksbíll valt á Ólafsfjarðarvegi í hádeginu og slasaðist ökumaður bílsins, sem fluttur hefur verið á sjúkrahús á Akureyri til aðhlynningar. Í fyrrnefndu slysi á Öxnadalsheiði valt olíuflutningabíll með þeim afleiðingum að um 17 þúsund lítrar af olíu láku úr tanki hans. Viðbragðsaðilar lokuðu veginum yfir heiðina meðan á aðgerðum þeirra stóð og áætlar Vegagerðin að vegurinn opni aftur um „kvöldmatarleytið,“ eins og það er orðað.Öxnadalsheiði er lokuð vegna umferðarslyss. Vonast er til að vegurinn opni um kvöldmatarleitið. Bent er á hjáleið fyrir Tröllaskaga, gegnum Ólafsfjörð. #lokað— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 24, 2019 Á meðan var umferðinni beint um Ólafsfjarðargöng og féll það fyrst um sinn í skaut lögreglunnar að stýra umferð um göngin. Í samtali við Vísi segir lögreglumaður á Dalvík að umferðin sé farin að róast, eftir töluvert álag í dag. Komið var upp sjálfstýrðri umferðarslá við munna gangnanna og útskýrir lögreglumaðurinn að ökumaður sem kemur að slánni, í þann mund sem hún er að síga niður, þurfi að bíða í um 15 mínútur eftir að hún lyftist aftur. Það gefi ökumönnum við hinn munna gangnanna nægan tíma til að aka í gegnum göngin og komi í veg fyrir að bílar festist í göngunum- „en það þýðir auðvitað líka að aðrir þurfa að bíða svolítið,“ segir lögreglumaðurinn. Hann segist þó ekki geta áætlað hversu margir bílar hafi komist í gegnum göngin í hverju holli, það fari allt eftir því hversu vakandi ökumenn eru þegar sláin fer upp aftur. Helsti flöskuhálsinn virðist vera þegar ökumenn ná ekki að halda jöfnum hraða í gegnum göngin, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Sem fyrr segir er farið að draga úr umferð í gegnum göngin og gert ráð fyrir að vegurinn um Öxnadalsheiði verði aftur opnaður í kvöld.
Dalvíkurbyggð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50