Patrick Kluivert snýr aftur til Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 08:30 Patrick Kluivert afhendir Lionel Messi verðlaun á síðasta tímabili. Getty/Alex Caparros Patrick Kluivert er mættur aftur til Katalóníu þar sem hann mun taka af sér mikilvægt starf hjá sínu gamla félagi Barcelona. Patrick Kluivert verður yfirmaður knattspyrnuakademíu Barcelona og fær það verkefni að rífa upp La Masia sem hefur fengið á sig talsverða gagnrýni að undanförnu. Patrick Kluivert er nú 43 ára gamall og var að missa starfið sitt sem aðstoðarlandsliðþjálfari Kamerún. Hann og þjálfarinn Clarence Seedorf voru reknir eftir Afríkukeppnina í sumar. Patrick Kluivert lék í sex tímabil með Barcelona liðinu og skoraði 145 mörk í 308 leikjum með félaginu. Hann varð einu sinni spænskur meistari eða vorið 1999. Kluivert sagði í viðtali við heimasíðu Barcelona að hann væri ánægður með að vera kominn aftur heim en síðasta tímabil hans á Nývangi var 2003-04.Wonderful news! https://t.co/7bErYuafXg — FC Barcelona - Masia (@FCBmasia) July 25, 2019 „Ég hlakka til nýrra tíma þar sem áskorunin er að halda Barcelona meðal bestu liða heims,“ sagði Patrick Kluivert sem lék á sínum tíma 79 landsleiki og skoraði 40 landsliðsmörk fyrir Hollendinga. „Ég ólst upp í akademíu Ajax sem er mjög svipuð La Masia. Ég tel að ég geti gert mikið fyrir framþróun ungra leikmanna Barcelona,“ sagði Kluivert. Kluivert skrifaði undir tveggja ára samning. La Masia hefur ekki skilað mörgum leikmönnum á síðustu árum ólíkt því eftir aldarmótin þegar nær allir stjörnuleikmenn Barcelona voru aldir þar upp. Knattspyrnuakademían sem var einu sinni að skila heimsklassa mönnum eins og Lionel Messi. Andrés Iniesta og Xavi skilar ekki einu sinni nothæfum leikmönnum fyrir aðalliðið í dag. Því þarf Patrick Kluivert nú að breyta.Escolta les declaracions de Patrick Kluivert després de signar el seu contracte com a nou director del futbol formatiu / Escucha las declaraciones de Patrick Kluivert después de firmar su contrato como nuevo director del fútbol formativo#FCBMasia#ForçaBarçapic.twitter.com/Y3ygL8hIkS — FC Barcelona - Masia (@FCBmasia) July 25, 2019 Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Patrick Kluivert er mættur aftur til Katalóníu þar sem hann mun taka af sér mikilvægt starf hjá sínu gamla félagi Barcelona. Patrick Kluivert verður yfirmaður knattspyrnuakademíu Barcelona og fær það verkefni að rífa upp La Masia sem hefur fengið á sig talsverða gagnrýni að undanförnu. Patrick Kluivert er nú 43 ára gamall og var að missa starfið sitt sem aðstoðarlandsliðþjálfari Kamerún. Hann og þjálfarinn Clarence Seedorf voru reknir eftir Afríkukeppnina í sumar. Patrick Kluivert lék í sex tímabil með Barcelona liðinu og skoraði 145 mörk í 308 leikjum með félaginu. Hann varð einu sinni spænskur meistari eða vorið 1999. Kluivert sagði í viðtali við heimasíðu Barcelona að hann væri ánægður með að vera kominn aftur heim en síðasta tímabil hans á Nývangi var 2003-04.Wonderful news! https://t.co/7bErYuafXg — FC Barcelona - Masia (@FCBmasia) July 25, 2019 „Ég hlakka til nýrra tíma þar sem áskorunin er að halda Barcelona meðal bestu liða heims,“ sagði Patrick Kluivert sem lék á sínum tíma 79 landsleiki og skoraði 40 landsliðsmörk fyrir Hollendinga. „Ég ólst upp í akademíu Ajax sem er mjög svipuð La Masia. Ég tel að ég geti gert mikið fyrir framþróun ungra leikmanna Barcelona,“ sagði Kluivert. Kluivert skrifaði undir tveggja ára samning. La Masia hefur ekki skilað mörgum leikmönnum á síðustu árum ólíkt því eftir aldarmótin þegar nær allir stjörnuleikmenn Barcelona voru aldir þar upp. Knattspyrnuakademían sem var einu sinni að skila heimsklassa mönnum eins og Lionel Messi. Andrés Iniesta og Xavi skilar ekki einu sinni nothæfum leikmönnum fyrir aðalliðið í dag. Því þarf Patrick Kluivert nú að breyta.Escolta les declaracions de Patrick Kluivert després de signar el seu contracte com a nou director del futbol formatiu / Escucha las declaraciones de Patrick Kluivert después de firmar su contrato como nuevo director del fútbol formativo#FCBMasia#ForçaBarçapic.twitter.com/Y3ygL8hIkS — FC Barcelona - Masia (@FCBmasia) July 25, 2019
Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira