Segir að svæsnustu brotin á vinnumarkaði séu í ferðaþjónustunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2019 12:30 Forseti ASÍ segir að svæsnustu brot sem verkalýðshreyfingar sjá á vinnumarkaði sé að finna í ferðaþjónustunni. Hún gagnrýnir hve litla aðkomu verkalýðshreyfingarnar hafi að stefnumótun í ferðaþjónustu í ljósi fjölda brota. Í þættinum Sprengisandi í morgun gagnrýndi forseti ASÍ að verkalýðshreyfingin og fulltrúar vinnandi fólks hafi ekki komið að borðinu við myndun stefnumótunar í ferðaþjónustunni. „Það að fara í stefnumótun í ferðaþjónustu án þess að taka tillit til vinnandi fólks er ekki hægt,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir mikinn tíma fara í að verja réttindi vinnandi fólks í ferðaþjónustunni. „Og i rauninni öll þau svæsnustu brot sem við sjáum á vinnumarkaði kristallast í ferðaþjónustunni,“ sagði Drífa. Hún segir að dæmi um brot séu sjálfboðavinna og misreiknuð laun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir með Drífu að slík brot eigi ekki að líðast en veltir fyrir sér hvort það sé rétt að brotin séu flest í ferðaþjónustunni. „Ferðaþjónustunni hefur verið stillt upp þannig að það sé þar sem að veigamestu brotin eiga sér stað. Ég veit ekkert hvort að sé rétt í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Við vitum að það eru brot á alls konar vinnulöggjöf á samningum í öllum atvinnugreinum, en er það endilega mest í ferðaþjónustu? Getur þú staðfest það?“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Já, ég get staðfest það,“ sagði Drífa. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þá tölfræði, samanburð á milli atvinnugreina,“ sagði Bjarnheiður. Þá segir Drifa að ekki hafi verið hlustað á fulltrúa vinnandi fólks. „Við höfum ekki fengið þá áheyrn sem okkur finnst við eigum að fá, þegar við erum að lýsa yfir áhyggjum af starfsfólki í ferðaþjónustu,“ sagði Drífa. „Við höfum vissulega veitt ykkur áheyrn og erum alltaf tilbúin til samstarfs og samvinnu eins og ég hef þegar sagt og við höfum þegar tekið upp samstarf og samvinnu við stéttarfélögin þannig að það stendur ekki á okkur og þetta eru algjörlega okkar hagsmunir líka að uppræta brot og ólöglega starfsemi í ferðaþjónustu,“ sagði Bjarnheiður.Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Forseti ASÍ segir að svæsnustu brot sem verkalýðshreyfingar sjá á vinnumarkaði sé að finna í ferðaþjónustunni. Hún gagnrýnir hve litla aðkomu verkalýðshreyfingarnar hafi að stefnumótun í ferðaþjónustu í ljósi fjölda brota. Í þættinum Sprengisandi í morgun gagnrýndi forseti ASÍ að verkalýðshreyfingin og fulltrúar vinnandi fólks hafi ekki komið að borðinu við myndun stefnumótunar í ferðaþjónustunni. „Það að fara í stefnumótun í ferðaþjónustu án þess að taka tillit til vinnandi fólks er ekki hægt,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir mikinn tíma fara í að verja réttindi vinnandi fólks í ferðaþjónustunni. „Og i rauninni öll þau svæsnustu brot sem við sjáum á vinnumarkaði kristallast í ferðaþjónustunni,“ sagði Drífa. Hún segir að dæmi um brot séu sjálfboðavinna og misreiknuð laun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir með Drífu að slík brot eigi ekki að líðast en veltir fyrir sér hvort það sé rétt að brotin séu flest í ferðaþjónustunni. „Ferðaþjónustunni hefur verið stillt upp þannig að það sé þar sem að veigamestu brotin eiga sér stað. Ég veit ekkert hvort að sé rétt í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Við vitum að það eru brot á alls konar vinnulöggjöf á samningum í öllum atvinnugreinum, en er það endilega mest í ferðaþjónustu? Getur þú staðfest það?“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Já, ég get staðfest það,“ sagði Drífa. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þá tölfræði, samanburð á milli atvinnugreina,“ sagði Bjarnheiður. Þá segir Drifa að ekki hafi verið hlustað á fulltrúa vinnandi fólks. „Við höfum ekki fengið þá áheyrn sem okkur finnst við eigum að fá, þegar við erum að lýsa yfir áhyggjum af starfsfólki í ferðaþjónustu,“ sagði Drífa. „Við höfum vissulega veitt ykkur áheyrn og erum alltaf tilbúin til samstarfs og samvinnu eins og ég hef þegar sagt og við höfum þegar tekið upp samstarf og samvinnu við stéttarfélögin þannig að það stendur ekki á okkur og þetta eru algjörlega okkar hagsmunir líka að uppræta brot og ólöglega starfsemi í ferðaþjónustu,“ sagði Bjarnheiður.Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
„Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42