Stjórnvöld sýna bágstöddum lítilsvirðingu segir formaður Fjölskylduhjálpar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 18:30 Fjölskylduhjálp Íslands fær um einn tíunda af því fjárframlagi sem hún þyrfti að fá frá hinu opinbera í ár, að sögn formanns hennar. Framlögin hafi ekki hækkað í sextán ár. Hún segir stjórnvöld sýna málaflokknum fullkomna lítilsvirðingu.Áslaug Guðný Jónsdóttir forsvarskona Facebooksíðunnar Matarhjálp Neyðaraðstoð gagnrýndi stjórnvöld í gær fyrir að veita ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda. Um helmingi fleiri hafi leitað til síðunnar í sumar en síðustu ár vegna þess að Fjölskylduhjálpin hafi lokað í júlí og ágúst í fyrsta skipti í sextán ár. Þá sé Mæðrastyrksnefnd lokuð að venju í júlí. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar segir samtökin fá eina milljón í ár frá ríki og það sama frá borginni sem nægi ekki fyrir sumaropnun í ár. „Framlögin hafa aldrei hækkað frá ríki eða borg og það hefur verið þrautarganga á hverju ári að sækja um þau og margar svefnlausar nætur skal ég segja þér,“ segir Ásgerður. Flest framlögin komi frá fyrirtækjum og einkaaðilum. „Fjölskylduhjálpin veltir um 40 milljónum á ári og mest af því fé koma frá fyrirtækjum og einstaklingum en við getum ekki treyst á það,“ segir hún. Ásgerður segir vanta nokkrar milljónir frá hinu opinbera til að geta opnað í ágúst en í heild vanti mun meira. „Við þyrftum líklega um 20 milljónir á ári og þá þurftum við líka sjálfsaflafé eins og við öflum með rekstri verslana Fjölskylduhjálparinnar í Iðufelli og Breiðholti,“ segir Ásgerður. Hún segir greinilegt að stjórnmálamenn hafi ekki sett sig í spor hinna verst stöddu. „Þetta er fullkomin lítilsvirðing við starf okkar og þeirra sem þurfa á aðstoð okkar að halda,“ segir Ásgerður að lokum. Hjálparstarf Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands fær um einn tíunda af því fjárframlagi sem hún þyrfti að fá frá hinu opinbera í ár, að sögn formanns hennar. Framlögin hafi ekki hækkað í sextán ár. Hún segir stjórnvöld sýna málaflokknum fullkomna lítilsvirðingu.Áslaug Guðný Jónsdóttir forsvarskona Facebooksíðunnar Matarhjálp Neyðaraðstoð gagnrýndi stjórnvöld í gær fyrir að veita ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda. Um helmingi fleiri hafi leitað til síðunnar í sumar en síðustu ár vegna þess að Fjölskylduhjálpin hafi lokað í júlí og ágúst í fyrsta skipti í sextán ár. Þá sé Mæðrastyrksnefnd lokuð að venju í júlí. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar segir samtökin fá eina milljón í ár frá ríki og það sama frá borginni sem nægi ekki fyrir sumaropnun í ár. „Framlögin hafa aldrei hækkað frá ríki eða borg og það hefur verið þrautarganga á hverju ári að sækja um þau og margar svefnlausar nætur skal ég segja þér,“ segir Ásgerður. Flest framlögin komi frá fyrirtækjum og einkaaðilum. „Fjölskylduhjálpin veltir um 40 milljónum á ári og mest af því fé koma frá fyrirtækjum og einstaklingum en við getum ekki treyst á það,“ segir hún. Ásgerður segir vanta nokkrar milljónir frá hinu opinbera til að geta opnað í ágúst en í heild vanti mun meira. „Við þyrftum líklega um 20 milljónir á ári og þá þurftum við líka sjálfsaflafé eins og við öflum með rekstri verslana Fjölskylduhjálparinnar í Iðufelli og Breiðholti,“ segir Ásgerður. Hún segir greinilegt að stjórnmálamenn hafi ekki sett sig í spor hinna verst stöddu. „Þetta er fullkomin lítilsvirðing við starf okkar og þeirra sem þurfa á aðstoð okkar að halda,“ segir Ásgerður að lokum.
Hjálparstarf Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira