Allt að 25 stig í dag og „fínasta veður“ um verslunarmannahelgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2019 07:48 Það lítur út fyrir mikil hlýindi í dag. Skjáskot/veðurstofa íslands Búast má við áframhaldandi hlýindum í dag en veður fer síðan smám saman kólnandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá lítur út fyrir að veðrið um næstu helgi, verslunarmannahelgina, verði gott víðast hvar á landinu. Í dag verður austlæg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri þegar líður daginn og hiti 18 til 25 stig. „Ekki njóta þó öll landsvæði veðurblíðunnar því búast má við þrálátu þokulofti við Húnaflóa og austantil á landinu með mun svalara veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá verða stöku skúradembur suðvestantil á landinu síðdegis í dag og á öllu sunnanverðu landinu í nótt. Heldur hvassari vindur á morgun og víða skúrir, síst þó norðan- og norðvestanlands.Í hæðarsvæði um verslunarmannahelgi Nú styttist jafnframt óðum í verslunarmannahelgina sem ber upp um næstu helgi. „Ekki er annað að sjá en að boðið verði upp á fínasta veður um allt land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings um verslunarmannahelgarveðrið. Er vísað til þess að „ágætur stöðugleiki“ hafi verið í spám undanfarna daga en um verslunarmannahelgina verði landið inni í hæðarsvæði. Því verði hægur vindur og víða þurrt og bjart á föstudag og laugardag og hiti að 20 stigum. Þó verður heldur skýjaðra og dálitlar skúrir á sunnudag og mánudag. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Austlæg átt 5-13 m/s og skúrir, en úrkomulítið norðantil. Hiti 10 til 22 stig að deginum, hlýjast í innsveitum vestanlands, en svalast við A-ströndina. Á miðvikudag:Austlæg átt 5-10 m/s, en hvassara við suður- og norðurströndina. Skúrir sunnantil á landinu, en annars bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag, föstudag og laugardag:Austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt, en þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti 12 til 20 stig. Á sunnudag:Austlæg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Kólnar lítið eitt. Veður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Búast má við áframhaldandi hlýindum í dag en veður fer síðan smám saman kólnandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá lítur út fyrir að veðrið um næstu helgi, verslunarmannahelgina, verði gott víðast hvar á landinu. Í dag verður austlæg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri þegar líður daginn og hiti 18 til 25 stig. „Ekki njóta þó öll landsvæði veðurblíðunnar því búast má við þrálátu þokulofti við Húnaflóa og austantil á landinu með mun svalara veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá verða stöku skúradembur suðvestantil á landinu síðdegis í dag og á öllu sunnanverðu landinu í nótt. Heldur hvassari vindur á morgun og víða skúrir, síst þó norðan- og norðvestanlands.Í hæðarsvæði um verslunarmannahelgi Nú styttist jafnframt óðum í verslunarmannahelgina sem ber upp um næstu helgi. „Ekki er annað að sjá en að boðið verði upp á fínasta veður um allt land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings um verslunarmannahelgarveðrið. Er vísað til þess að „ágætur stöðugleiki“ hafi verið í spám undanfarna daga en um verslunarmannahelgina verði landið inni í hæðarsvæði. Því verði hægur vindur og víða þurrt og bjart á föstudag og laugardag og hiti að 20 stigum. Þó verður heldur skýjaðra og dálitlar skúrir á sunnudag og mánudag. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Austlæg átt 5-13 m/s og skúrir, en úrkomulítið norðantil. Hiti 10 til 22 stig að deginum, hlýjast í innsveitum vestanlands, en svalast við A-ströndina. Á miðvikudag:Austlæg átt 5-10 m/s, en hvassara við suður- og norðurströndina. Skúrir sunnantil á landinu, en annars bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag, föstudag og laugardag:Austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt, en þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti 12 til 20 stig. Á sunnudag:Austlæg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Kólnar lítið eitt.
Veður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira