Fótbolti

FIFA herðir reglur vegna kynþáttaníðs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Raheem Sterling hefur farið fyrir baráttunni fyrir harðari aðgerðum á kynþáttaníði
Raheem Sterling hefur farið fyrir baráttunni fyrir harðari aðgerðum á kynþáttaníði vísir/Getty

FIFA ætlar að tvöfalda lágmarksrefsingu leikmanna fyrir kynþáttaníð svo hún verður nú í það minnsta 10 leikja bann. ESPN greinir frá þessu í dag.

FIFA hefur unnið að því að uppfæra agareglur sínar og munu nýju reglurnar taka gildi í næstu viku. Eftir mikla umræðu um kynþáttaníð og mörg atvik sem fengu mikla athygli á síðasta tímabili ætlar alþjóðaknattspyrnusambandið að taka harðar á kynþáttaníði.

Harðari refsingar eiga líka við um stuðningsmenn sem gerast seka um kynþáttaníð. Við fyrsta brot verði viðkomandi félag eða samband sektað upp á að minnsta kosti 20 þúsund bandaríkjadali og gert að spila fyrir framan takmarkaðan áhorfendafjölda. Endurtekin brot geta leitt til þess að stig verði tekin af liðinu eða lið hreinlega rekin úr keppni.

Nýju reglurnar veita FIFA einnig leyfi til þess að setja félög í félagsskiptabann ef þau borga ekki sektir sem FIFA eða Íþróttadómstóllinn dæmir á þau.

Enska knattspyrnusambandið er nú undir nokkurri pressu frá ýmsum baráttusamtökum heima fyrir að fara að fordæmi FIFA og herða refsinguna í sínum agareglum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.