Bandarísku konurnar vilja réttlát laun Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2019 14:00 Megan Rapinoe er andlit liðsins enda fyrirliði sem varð bæði markahæst og kosin best á HM í Frakklandi. Hér er hún í miklu stuði á sigurhátíðinni. Getty/ Al Bello Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem varð heimsmeistari um síðustu helgi hefur í þó nokkurn tíma staðið í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið. Leikmenn liðsins vilja fá jafn mikið greitt fyrir að leika með liðinu og karlarnir fá í sinn hlut. Leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa heillað heiminn með fyrst og fremst frábærri frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu sem lauk með sigri liðsins fyrr í þessum mánuði. Þá hafa leikmenn liðsins verið ötular í baráttu sinni fyrir bættum heimi fyrir alla hópa þjóðfélagsins. Nokkrum mánuðum áður en liðið hóf titilvörn sína fengu leikmenn bandaríska liðsins nóg af því launamisrétti sem viðgengst á milli karla- og kvennalandsliðs Bandaríkjanna í knattspyrnu. Allir 28 leikmenn í leikmannahópi liðsins tóku þátt í málsókn fyrir dómstólum í Los Angeles þar sem farið er fram á að leikmönnum karla- og kvennaliðsins sé greitt jafn mikið fyrir að leika fyrir hönd Bandaríkjanna.Getty/John LamparskiKvennaliðið skilar meiri tekjum Fram kemur í kærunni að þrátt fyrir að leikmenn karla- og kvennaliðsins séu að sinna sömu störfum fyrir bandaríska knattspyrnusambandið þá fái karlarnir meira greitt sem brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána. Þrátt fyrir að kvennaliðið hafi skilað bandaríska knattspyrnusambandinu meiri tekjum en karlaliðið gerði á tímabilinu 2016 til 2018 borgar bandaríska knattspyrnusambandið konunum aðeins 38 prósent af því sem það borgar körlunum. Leikmenn bandaríska kvennaliðsins krefjast þess einnig að umgjörð í kringum liðið hvað æfingaaðstöðu varðar, fjölda þjálfara í kringum liðið, gæði sjúkraþjálfunar og mál er varða ferðatilhögun liðsins verði bætt í samræmi við það sem gengur og gerist hjá karlaliðinu.Getty/Taylor BallantyneVakin var athygli á launadeilu bandaríska kvennaliðsins í sigurhátíðinni.Á fyrrgreindu tímabili fékk sambandið 50,8 milljónir dollara í tekjur af leikjum kvennaliðsins á meðan leikir karlaliðsins skiluðu 49,9 milljónum dollara. Þá hefur kvennaliðinu gengið mun betur innan vallar en liðið varð á dögunum heimsmeistari annað skiptið í röð en liðið hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum og er sigursælasta lið sögunnar. Vöktu athygli á baráttunni í kringum heimsmeistaramótið Megan Rapinoe sem varð markahæsti leikmaður mótsins hefur verið áberandi í baráttu liðsins fyrir bættum hag en hún ræddi málið í magnaðri ræðu sem hún hélt í sigurskrúðgöngu sem haldin var bandaríska liðinu til heiðurs í vikunni. Rapinoe ræðir málið einnig í samtali við nýjasta tölublað Sports Illustrated. „Það eru allir að spyrja okkur hvað við viljum að komi út úr þessari baráttu okkur. Okkar ósk er að þessi umræða hætti og að við þurfum ekki að ræða þetta frekar. Mér finnst erfitt að vera á móti málflutningi okkar og nú er komið að þeim sem stýra málum að bregðast við og láta verkin tala,“ segir Rapinoe í samtali við blaðið. Rapinoe hefur einnig beint spjótum sínum að forsvarsmönnum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gagnrýni sinni en heildarfjárhæðin sem lið fengu fyrir að taka þátt í heimsmeistaramótinu í karlaflokki var um það bil 400 milljónir dollara á meðan liðin sem léku á mótinu í kvennaflokki fengu tæpar 30 milljónir dollara.Getty/John LamparskiBandarískar þingkonur leggja málinu lið Nú hefur bandaríska kvennalandsliðið fengið aðstoð frá bandarískum þingkonum sem lagt hafa fram frumvarp sem ber nafnið „Lög um sanngjörn laun íþróttafólks“ og nær til alls íþróttafólks Bandaríkjanna. Þingkonurnar Dianne Feinstein frá Kaliforníu og Patty Murray frá Washington kynntu frumvarpið í gær en þær eru báðar í Demókrataflokknum. Verði þetta nýja frumvarp þingkvennanna samþykkt þá verður það ólöglegt hjá bandarísku íþróttasamböndunum að borga íþróttamönnum sínum mismikið eftir kyni. Hér heima var stigið stórt skref í jafnréttisbaráttu kvenna- og karlalandsliðsins í byrjun ársins 2018 þegar bónusar sem Knattspyrnusamband Íslands greiðir leikmönnum liðanna fyrir hvert stig sem liðin fá í keppnisleikjum voru jafnaðir. Þær greiðslur sem liðin hafa til umráða eru hins vegar misháar vegna þeirra styrkja sem evrópska knattspyrnusambandið UEFA og FIFA greiða fyrir þátttöku á mótum á vegum alþjóðasambandanna. Gianni Infantino, forseti FIFA, lét hafa eftir sér í kringum heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna á dögunum að ekki væri hægt að líkja saman þeim tekjum sem koma til vegna heimsmeistaramótanna í karla- og kvennaflokki. Ríkari hefð sé fyrir karlaknattspyrnu en kvennaknattspyrna njóti sívaxandi vinsælda í heiminum. Nú sé það verkefni sitt að auka tekjurnar í kringum kvennaknattspyrnu svo kvenkyns leikmenn fái meira í sinn hlut.Getty/John Lamparski Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem varð heimsmeistari um síðustu helgi hefur í þó nokkurn tíma staðið í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið. Leikmenn liðsins vilja fá jafn mikið greitt fyrir að leika með liðinu og karlarnir fá í sinn hlut. Leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa heillað heiminn með fyrst og fremst frábærri frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu sem lauk með sigri liðsins fyrr í þessum mánuði. Þá hafa leikmenn liðsins verið ötular í baráttu sinni fyrir bættum heimi fyrir alla hópa þjóðfélagsins. Nokkrum mánuðum áður en liðið hóf titilvörn sína fengu leikmenn bandaríska liðsins nóg af því launamisrétti sem viðgengst á milli karla- og kvennalandsliðs Bandaríkjanna í knattspyrnu. Allir 28 leikmenn í leikmannahópi liðsins tóku þátt í málsókn fyrir dómstólum í Los Angeles þar sem farið er fram á að leikmönnum karla- og kvennaliðsins sé greitt jafn mikið fyrir að leika fyrir hönd Bandaríkjanna.Getty/John LamparskiKvennaliðið skilar meiri tekjum Fram kemur í kærunni að þrátt fyrir að leikmenn karla- og kvennaliðsins séu að sinna sömu störfum fyrir bandaríska knattspyrnusambandið þá fái karlarnir meira greitt sem brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána. Þrátt fyrir að kvennaliðið hafi skilað bandaríska knattspyrnusambandinu meiri tekjum en karlaliðið gerði á tímabilinu 2016 til 2018 borgar bandaríska knattspyrnusambandið konunum aðeins 38 prósent af því sem það borgar körlunum. Leikmenn bandaríska kvennaliðsins krefjast þess einnig að umgjörð í kringum liðið hvað æfingaaðstöðu varðar, fjölda þjálfara í kringum liðið, gæði sjúkraþjálfunar og mál er varða ferðatilhögun liðsins verði bætt í samræmi við það sem gengur og gerist hjá karlaliðinu.Getty/Taylor BallantyneVakin var athygli á launadeilu bandaríska kvennaliðsins í sigurhátíðinni.Á fyrrgreindu tímabili fékk sambandið 50,8 milljónir dollara í tekjur af leikjum kvennaliðsins á meðan leikir karlaliðsins skiluðu 49,9 milljónum dollara. Þá hefur kvennaliðinu gengið mun betur innan vallar en liðið varð á dögunum heimsmeistari annað skiptið í röð en liðið hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum og er sigursælasta lið sögunnar. Vöktu athygli á baráttunni í kringum heimsmeistaramótið Megan Rapinoe sem varð markahæsti leikmaður mótsins hefur verið áberandi í baráttu liðsins fyrir bættum hag en hún ræddi málið í magnaðri ræðu sem hún hélt í sigurskrúðgöngu sem haldin var bandaríska liðinu til heiðurs í vikunni. Rapinoe ræðir málið einnig í samtali við nýjasta tölublað Sports Illustrated. „Það eru allir að spyrja okkur hvað við viljum að komi út úr þessari baráttu okkur. Okkar ósk er að þessi umræða hætti og að við þurfum ekki að ræða þetta frekar. Mér finnst erfitt að vera á móti málflutningi okkar og nú er komið að þeim sem stýra málum að bregðast við og láta verkin tala,“ segir Rapinoe í samtali við blaðið. Rapinoe hefur einnig beint spjótum sínum að forsvarsmönnum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gagnrýni sinni en heildarfjárhæðin sem lið fengu fyrir að taka þátt í heimsmeistaramótinu í karlaflokki var um það bil 400 milljónir dollara á meðan liðin sem léku á mótinu í kvennaflokki fengu tæpar 30 milljónir dollara.Getty/John LamparskiBandarískar þingkonur leggja málinu lið Nú hefur bandaríska kvennalandsliðið fengið aðstoð frá bandarískum þingkonum sem lagt hafa fram frumvarp sem ber nafnið „Lög um sanngjörn laun íþróttafólks“ og nær til alls íþróttafólks Bandaríkjanna. Þingkonurnar Dianne Feinstein frá Kaliforníu og Patty Murray frá Washington kynntu frumvarpið í gær en þær eru báðar í Demókrataflokknum. Verði þetta nýja frumvarp þingkvennanna samþykkt þá verður það ólöglegt hjá bandarísku íþróttasamböndunum að borga íþróttamönnum sínum mismikið eftir kyni. Hér heima var stigið stórt skref í jafnréttisbaráttu kvenna- og karlalandsliðsins í byrjun ársins 2018 þegar bónusar sem Knattspyrnusamband Íslands greiðir leikmönnum liðanna fyrir hvert stig sem liðin fá í keppnisleikjum voru jafnaðir. Þær greiðslur sem liðin hafa til umráða eru hins vegar misháar vegna þeirra styrkja sem evrópska knattspyrnusambandið UEFA og FIFA greiða fyrir þátttöku á mótum á vegum alþjóðasambandanna. Gianni Infantino, forseti FIFA, lét hafa eftir sér í kringum heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna á dögunum að ekki væri hægt að líkja saman þeim tekjum sem koma til vegna heimsmeistaramótanna í karla- og kvennaflokki. Ríkari hefð sé fyrir karlaknattspyrnu en kvennaknattspyrna njóti sívaxandi vinsælda í heiminum. Nú sé það verkefni sitt að auka tekjurnar í kringum kvennaknattspyrnu svo kvenkyns leikmenn fái meira í sinn hlut.Getty/John Lamparski
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira