Erlent

Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Monsún-regnið veldur mikilli eyðileggingu í Asíu á hverju ári.
Monsún-regnið veldur mikilli eyðileggingu í Asíu á hverju ári. Vísir/Getty
Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir.

Hið minnsta 43 hafa látist í Nepal og 24 er saknað. Lögreglan hefur bjargað yfir ellefu hundruð manns og yfir 10.000 heimili hafa orðið fyrir skemmdum, að því er kemur fram á vef BBC en flóðin hafa áhrif á yfir milljón manns.

Brahmaputra áin sem rennur í gegnum Indland, Bangladesh og Kína hefur flætt fyrir bakka sína og sökkt yfir 1800 þorpum í norðaustur Indlandi.

Búist er við enn frekar rigningu á næstu dögum. Monsún-tímabilið stendur yfir frá júní og fram í september og veldur mikilli eyðileggingu í Suður-Asíu á hverju ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×