Tekist á um deiliskipulag við Stekkjarbakka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2019 11:45 Sigurborg og Björn tókust á í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Vísir Borgarfulltrúarnir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hjá Pírötum og Björn Gíslason hjá Sjálfstæðisflokknum tókust á um nýtt deiliskipulag við Elliðaárdalinn þar sem fyrirhuguð er 5000 fermetra gróðurhvelfing og önnur starfsemi við Stekkjarbakka suður af dalnum. Þau voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í dag. Á lóðinni við Stekkjarbakka eru fyrirhugaðar þrjár byggingar. Það er stór gróðurhvelfing með suðrænum gróðri og ýmis konar starfsemi, hús fyrir Garðyrkjufélag Íslands og þriðja byggingin verður með þjónustuíbúðir, sem verður búsetuúrræði fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þau Sigurborg og Björn voru mjög ósammála um fyrirhugað skipulag en meirihluti borgarráðs samþykkti skipulagið í byrjun mánaðarins. Fulltrúar Sjálstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Sigurborg byrjaði á að benda á að Elliðaárdalurinn væri að stórum hluta manngerður „enda skapaðist hann í kjölfar stíflunnar og annarra athafna mannsins“. Hún vildi álykta að Stekkjarbakki er uppi á bakkanum en ekki ofan í dalnum. Sigurborg sagði uppbygginguna koma til með að styðja við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Björn er algjörlega ósammála Sigurborgu og ályktar að svæðið er viðkvæmt í hugum margra. Hann segir skipulagið valda miklum umhverfisspjöllum og bendir á að þarna sé um að ræða 43.000 fermetra lóð sem verður fyrir raski. Honum þykir byggingarnar allt of stórar og bendir á umsögn Umhverfisstofnunar sem bendir á margt sem má betur fara í deiliskipulaginu Sigurborg segir að öllum umsögnum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað og það sem þar kemur fram ýmist verið hrakið eða breytt. Björn kvaðst undrandi yfir því að lóðin hafi ekki farið í útboð. Hann vill kæra deiliskipulagið og segir það þurfa að fara í umhverfismat. Þá sagði hann ljósmengunina verða gríðarlega af þessu. „Þetta verður eins og kjarnorkuver í miðjum Elliðaárdalnum, umhverfisspjöllin verða svo mikil, þetta mun gnæfa yfir með mikilli ljósmengun og þetta nær yfir vatnasvið Elliðaánna og mér finnst það alveg forkastanlegt,“ sagði Björn. „Mér finnst þessi samanburður við kjarnorkuver algjörlega galinn, þetta er ekki umhverfisslys, það eru svo skýrar kvaðir í þessu deiliskipulagi um allan frágang,“ sagði Sigurborg. Þá benti hún að ljósmengunin væri lítils háttar og benti á mikla ljósmengun sem stafar af ljósastaurunum í Elliðaárdalnum núna. „Það mun vera mun minni ljósmengun af þessu en af þeim ljósastaurum sem eru þarna nú þegar,“ sagði Sigurborg. Reykjavík Skipulag Sprengisandur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Borgarfulltrúarnir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hjá Pírötum og Björn Gíslason hjá Sjálfstæðisflokknum tókust á um nýtt deiliskipulag við Elliðaárdalinn þar sem fyrirhuguð er 5000 fermetra gróðurhvelfing og önnur starfsemi við Stekkjarbakka suður af dalnum. Þau voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í dag. Á lóðinni við Stekkjarbakka eru fyrirhugaðar þrjár byggingar. Það er stór gróðurhvelfing með suðrænum gróðri og ýmis konar starfsemi, hús fyrir Garðyrkjufélag Íslands og þriðja byggingin verður með þjónustuíbúðir, sem verður búsetuúrræði fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þau Sigurborg og Björn voru mjög ósammála um fyrirhugað skipulag en meirihluti borgarráðs samþykkti skipulagið í byrjun mánaðarins. Fulltrúar Sjálstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Sigurborg byrjaði á að benda á að Elliðaárdalurinn væri að stórum hluta manngerður „enda skapaðist hann í kjölfar stíflunnar og annarra athafna mannsins“. Hún vildi álykta að Stekkjarbakki er uppi á bakkanum en ekki ofan í dalnum. Sigurborg sagði uppbygginguna koma til með að styðja við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Björn er algjörlega ósammála Sigurborgu og ályktar að svæðið er viðkvæmt í hugum margra. Hann segir skipulagið valda miklum umhverfisspjöllum og bendir á að þarna sé um að ræða 43.000 fermetra lóð sem verður fyrir raski. Honum þykir byggingarnar allt of stórar og bendir á umsögn Umhverfisstofnunar sem bendir á margt sem má betur fara í deiliskipulaginu Sigurborg segir að öllum umsögnum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað og það sem þar kemur fram ýmist verið hrakið eða breytt. Björn kvaðst undrandi yfir því að lóðin hafi ekki farið í útboð. Hann vill kæra deiliskipulagið og segir það þurfa að fara í umhverfismat. Þá sagði hann ljósmengunina verða gríðarlega af þessu. „Þetta verður eins og kjarnorkuver í miðjum Elliðaárdalnum, umhverfisspjöllin verða svo mikil, þetta mun gnæfa yfir með mikilli ljósmengun og þetta nær yfir vatnasvið Elliðaánna og mér finnst það alveg forkastanlegt,“ sagði Björn. „Mér finnst þessi samanburður við kjarnorkuver algjörlega galinn, þetta er ekki umhverfisslys, það eru svo skýrar kvaðir í þessu deiliskipulagi um allan frágang,“ sagði Sigurborg. Þá benti hún að ljósmengunin væri lítils háttar og benti á mikla ljósmengun sem stafar af ljósastaurunum í Elliðaárdalnum núna. „Það mun vera mun minni ljósmengun af þessu en af þeim ljósastaurum sem eru þarna nú þegar,“ sagði Sigurborg.
Reykjavík Skipulag Sprengisandur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira