Tekist á um deiliskipulag við Stekkjarbakka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2019 11:45 Sigurborg og Björn tókust á í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Vísir Borgarfulltrúarnir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hjá Pírötum og Björn Gíslason hjá Sjálfstæðisflokknum tókust á um nýtt deiliskipulag við Elliðaárdalinn þar sem fyrirhuguð er 5000 fermetra gróðurhvelfing og önnur starfsemi við Stekkjarbakka suður af dalnum. Þau voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í dag. Á lóðinni við Stekkjarbakka eru fyrirhugaðar þrjár byggingar. Það er stór gróðurhvelfing með suðrænum gróðri og ýmis konar starfsemi, hús fyrir Garðyrkjufélag Íslands og þriðja byggingin verður með þjónustuíbúðir, sem verður búsetuúrræði fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þau Sigurborg og Björn voru mjög ósammála um fyrirhugað skipulag en meirihluti borgarráðs samþykkti skipulagið í byrjun mánaðarins. Fulltrúar Sjálstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Sigurborg byrjaði á að benda á að Elliðaárdalurinn væri að stórum hluta manngerður „enda skapaðist hann í kjölfar stíflunnar og annarra athafna mannsins“. Hún vildi álykta að Stekkjarbakki er uppi á bakkanum en ekki ofan í dalnum. Sigurborg sagði uppbygginguna koma til með að styðja við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Björn er algjörlega ósammála Sigurborgu og ályktar að svæðið er viðkvæmt í hugum margra. Hann segir skipulagið valda miklum umhverfisspjöllum og bendir á að þarna sé um að ræða 43.000 fermetra lóð sem verður fyrir raski. Honum þykir byggingarnar allt of stórar og bendir á umsögn Umhverfisstofnunar sem bendir á margt sem má betur fara í deiliskipulaginu Sigurborg segir að öllum umsögnum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað og það sem þar kemur fram ýmist verið hrakið eða breytt. Björn kvaðst undrandi yfir því að lóðin hafi ekki farið í útboð. Hann vill kæra deiliskipulagið og segir það þurfa að fara í umhverfismat. Þá sagði hann ljósmengunina verða gríðarlega af þessu. „Þetta verður eins og kjarnorkuver í miðjum Elliðaárdalnum, umhverfisspjöllin verða svo mikil, þetta mun gnæfa yfir með mikilli ljósmengun og þetta nær yfir vatnasvið Elliðaánna og mér finnst það alveg forkastanlegt,“ sagði Björn. „Mér finnst þessi samanburður við kjarnorkuver algjörlega galinn, þetta er ekki umhverfisslys, það eru svo skýrar kvaðir í þessu deiliskipulagi um allan frágang,“ sagði Sigurborg. Þá benti hún að ljósmengunin væri lítils háttar og benti á mikla ljósmengun sem stafar af ljósastaurunum í Elliðaárdalnum núna. „Það mun vera mun minni ljósmengun af þessu en af þeim ljósastaurum sem eru þarna nú þegar,“ sagði Sigurborg. Reykjavík Skipulag Sprengisandur Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Borgarfulltrúarnir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hjá Pírötum og Björn Gíslason hjá Sjálfstæðisflokknum tókust á um nýtt deiliskipulag við Elliðaárdalinn þar sem fyrirhuguð er 5000 fermetra gróðurhvelfing og önnur starfsemi við Stekkjarbakka suður af dalnum. Þau voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í dag. Á lóðinni við Stekkjarbakka eru fyrirhugaðar þrjár byggingar. Það er stór gróðurhvelfing með suðrænum gróðri og ýmis konar starfsemi, hús fyrir Garðyrkjufélag Íslands og þriðja byggingin verður með þjónustuíbúðir, sem verður búsetuúrræði fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þau Sigurborg og Björn voru mjög ósammála um fyrirhugað skipulag en meirihluti borgarráðs samþykkti skipulagið í byrjun mánaðarins. Fulltrúar Sjálstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Sigurborg byrjaði á að benda á að Elliðaárdalurinn væri að stórum hluta manngerður „enda skapaðist hann í kjölfar stíflunnar og annarra athafna mannsins“. Hún vildi álykta að Stekkjarbakki er uppi á bakkanum en ekki ofan í dalnum. Sigurborg sagði uppbygginguna koma til með að styðja við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Björn er algjörlega ósammála Sigurborgu og ályktar að svæðið er viðkvæmt í hugum margra. Hann segir skipulagið valda miklum umhverfisspjöllum og bendir á að þarna sé um að ræða 43.000 fermetra lóð sem verður fyrir raski. Honum þykir byggingarnar allt of stórar og bendir á umsögn Umhverfisstofnunar sem bendir á margt sem má betur fara í deiliskipulaginu Sigurborg segir að öllum umsögnum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað og það sem þar kemur fram ýmist verið hrakið eða breytt. Björn kvaðst undrandi yfir því að lóðin hafi ekki farið í útboð. Hann vill kæra deiliskipulagið og segir það þurfa að fara í umhverfismat. Þá sagði hann ljósmengunina verða gríðarlega af þessu. „Þetta verður eins og kjarnorkuver í miðjum Elliðaárdalnum, umhverfisspjöllin verða svo mikil, þetta mun gnæfa yfir með mikilli ljósmengun og þetta nær yfir vatnasvið Elliðaánna og mér finnst það alveg forkastanlegt,“ sagði Björn. „Mér finnst þessi samanburður við kjarnorkuver algjörlega galinn, þetta er ekki umhverfisslys, það eru svo skýrar kvaðir í þessu deiliskipulagi um allan frágang,“ sagði Sigurborg. Þá benti hún að ljósmengunin væri lítils háttar og benti á mikla ljósmengun sem stafar af ljósastaurunum í Elliðaárdalnum núna. „Það mun vera mun minni ljósmengun af þessu en af þeim ljósastaurum sem eru þarna nú þegar,“ sagði Sigurborg.
Reykjavík Skipulag Sprengisandur Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira