Fótbolti

Mourinho byrjaður að læra þýsku

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mourinho ásamt Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseta á leik Englands og Frakklands á HM kvenna á dögunum
Mourinho ásamt Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseta á leik Englands og Frakklands á HM kvenna á dögunum vísir/getty
Portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourinho er atvinnulaus um þessar mundir eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í desember á síðasta ári.Síðan þá hefur Mourinho verið orðaður við störf hér og þar um heiminn en Benfica falaðist fljótlega eftir kröftum hans og þá hefur hann verið orðaður við stjórastarfið hjá Lyon og Newcastle United. Hann hafnaði einnig risatilboði frá Kína á dögunum.Engu að síður virðist Portúgalinn í leit að starfi en hann nýtir tímann einnig til að bæta við tungumálakunnáttu sína.„Ég sakna fótboltans virkilega. Ég sakna adrenalínsins og sakna þess að standa á hliðarlínunni. Þetta er mitt starf,“ segir Mourinho.„Eins og er, er ég að læra þýsku. Er það af því að ég ætla að þjálfa í Bundesligunni? Ég get ekki svarað því en ég vil læra þýsku því ég á það tungumál eftir. Ég tala ensku, spænsku, portúgölsku, frönsku og ítölsku. Ég útiloka ekkert og gæti jafnvel þjálfað í Þýskalandi næst,“ segir Mourinho.Mourinho á stórglæsilega ferilskrá þar sem hann hefur sankað að sér titlum með Porto, Chelsea, Real Madrid, Inter Milan og Manchester United á átján ára þjálfaraferli sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.