Fótbolti

Viðar stimplaði sig út með sigurmarki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar skoraði sjö mörk fyrir Hammarby.
Viðar skoraði sjö mörk fyrir Hammarby. vísir/bára

Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmark Hammarby gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 2-3, Hammarby í vil.


Þetta var síðasti leikur Viðars fyrir Hammarby. Hann er á láni frá Rostov í Rússlandi og lánssamningurinn rennur út á miðnætti.

Þetta var annar sigur Hammarby í röð. Liðið er í 6. sæti deildarinnar.

Viðar skoraði sjö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Hammarby. Aron Jóhannsson, sem gekk í raðir Hammarby í síðustu viku, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld.

Jón Dagur Þorsteinsson lék síðustu 13 mínúturnar þegar AGF gerði 1-1 jafntefli við Hobro í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Jón Dagur gerði þriggja ára samning við AGF í síðasta mánuði. Hann lék með Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.