Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2019 09:12 Styrmir Þór Bragason í Héraðsdómi Reykjavíkur. fbl/Stefán Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. RÚV greindi fyrst frá. Niðurstaða dómstólsins í málunum var á þá leið að mennirnir hafi verið sakfelldir án réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Exeter-málinu svokallaða en Hæstiréttur sneri þá við nokkra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins.Styrmir hafði krafist 40.000 evra í skaðabætur en dómurinn féllst ekki á það. Júlíus var í desemberbyrjun 2016 dæmdur í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Júlíus var einn tólf sem ákærðir voru í málinu og var í fyrstu sýknaður í héraðsdómi. Hinir tólf sem ákærðir voru tengdust fyrirtækjunum Byko, Húsasmiðjunni og Úlfinum. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör grófvörutegunda. Júlíus hlaut skilorðsbundinn níu mánaða fangelsisdóm þegar að Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2016. Júlíus taldi brotið á sér með því að Hæstiréttur hafi endurmetið munnlegan framburð í málinu án lagaheimildar.Júlíus fór fram á skaðabætur vegna málsins en dómstóllinn féllst ekki á þá kröfu hans. Viðurkenning á broti ríkisins væru nægar bætur. Dómsmál Tengdar fréttir Exeter-dómi snúið: Styrmir í árs fangelsi Hæstiréttur hefur snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka, í Exeter-málinu svokallaða. Hann var sýknaður í héraði en fær árs fangelsi í Hæstarétti 31. október 2013 16:40 Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53 Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli Dómur var kveðinn upp í verðsamráðsmáli starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag. 9. apríl 2015 15:12 Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Dómstóllinn mun taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar til meðferðar og einnig mál Styrmis Þórs Bragasonar. 17. mars 2016 07:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. RÚV greindi fyrst frá. Niðurstaða dómstólsins í málunum var á þá leið að mennirnir hafi verið sakfelldir án réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Exeter-málinu svokallaða en Hæstiréttur sneri þá við nokkra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins.Styrmir hafði krafist 40.000 evra í skaðabætur en dómurinn féllst ekki á það. Júlíus var í desemberbyrjun 2016 dæmdur í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Júlíus var einn tólf sem ákærðir voru í málinu og var í fyrstu sýknaður í héraðsdómi. Hinir tólf sem ákærðir voru tengdust fyrirtækjunum Byko, Húsasmiðjunni og Úlfinum. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör grófvörutegunda. Júlíus hlaut skilorðsbundinn níu mánaða fangelsisdóm þegar að Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2016. Júlíus taldi brotið á sér með því að Hæstiréttur hafi endurmetið munnlegan framburð í málinu án lagaheimildar.Júlíus fór fram á skaðabætur vegna málsins en dómstóllinn féllst ekki á þá kröfu hans. Viðurkenning á broti ríkisins væru nægar bætur.
Dómsmál Tengdar fréttir Exeter-dómi snúið: Styrmir í árs fangelsi Hæstiréttur hefur snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka, í Exeter-málinu svokallaða. Hann var sýknaður í héraði en fær árs fangelsi í Hæstarétti 31. október 2013 16:40 Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53 Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli Dómur var kveðinn upp í verðsamráðsmáli starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag. 9. apríl 2015 15:12 Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Dómstóllinn mun taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar til meðferðar og einnig mál Styrmis Þórs Bragasonar. 17. mars 2016 07:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Exeter-dómi snúið: Styrmir í árs fangelsi Hæstiréttur hefur snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka, í Exeter-málinu svokallaða. Hann var sýknaður í héraði en fær árs fangelsi í Hæstarétti 31. október 2013 16:40
Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53
Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli Dómur var kveðinn upp í verðsamráðsmáli starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag. 9. apríl 2015 15:12
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Dómstóllinn mun taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar til meðferðar og einnig mál Styrmis Þórs Bragasonar. 17. mars 2016 07:00