Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2016 16:53 Tveir voru sýknaðir í málinu. vísir/ Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Sýknudómur yfir tveimur ákærðu var staðfestur. Dómarnir eru skilorðsbundnir að mestu. Alls voru tólf ákærðir í málinu en þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamkeppni til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem átti að vera til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Ellefu þessara manna voru sýknaðir í héraðsdómi í fyrra, en tólfti maðurinn, Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko, var dæmdur í eins mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti, þar af eru fimmtán þeirra skilorðsbundnir, sem þýðir þriggja mánaða fangelsisvist. Þá voru Stefán Árni Einarsson, sem var framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, dæmdir í skilorðsbundið níu mánaða fangelsi. Kenneth Breiðfjörð, sem var vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar og Leifur Örn Gunnarsson, sem var verslunarstjóri timbursölu Byko, þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi sem og Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko. Þeir Guðmundur Loftsson, starfsmaður í þjónustuveri Húsasmiðjunnar, og Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Húsasmiðjunnar, voru sakfelldir en refsingu þeirra er frestað og skilorðsbundin til tveggja ára. Samkvæmt dómnum er refsingu Guðmundar og Ragnars frestað í ljósi þess að þeir voru óbreyttir starfsmenn fyrirtækjanna tveggja og sagðir hafa verið að fylgja fyrirmælum yfirmanna þeirra. Í tilkynningu sem Byko sendi frá sér segir að niðurstaðan valdi bæði undrun og vonbrigðum. „Úrskurðurinn sem settur er fram á yfir 50 blaðsíðum virðist vera nýr dómur en ekki endurmat á dómi í héraði. Þessi niðurstaða gengur einnig þvert á anda þeirrar ákvörðunar Áfrýjunarnefndar samkeppnismála að lækka sektargreiðslur Samkeppniseftirlitsins gagnvart BYKO um 90%. Dómurinn er að mati BYKO óskiljanlegur og ekki er ósennilegt að hann verði til þess að auka enn frekar umræður í samfélaginu um vinnubrögð og niðurstöður í Hæstarétti á undanförnum misserum og árum,“ segir í tilkynningunni.Hér má lesa dóminn í heild. Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Símhlerunum beitt í meintu samráði Símhlerunum var beitt í tengslum við rannsókn á samkeppnisbrotum Byko og Húsasmiðjunnar en þannig tókst lögreglu að afla mikilvægra sönnunargagna um meint samkeppnisbrot. 31. mars 2011 19:15 Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00 Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Sýknudómur yfir tveimur ákærðu var staðfestur. Dómarnir eru skilorðsbundnir að mestu. Alls voru tólf ákærðir í málinu en þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamkeppni til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem átti að vera til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Ellefu þessara manna voru sýknaðir í héraðsdómi í fyrra, en tólfti maðurinn, Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko, var dæmdur í eins mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti, þar af eru fimmtán þeirra skilorðsbundnir, sem þýðir þriggja mánaða fangelsisvist. Þá voru Stefán Árni Einarsson, sem var framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, dæmdir í skilorðsbundið níu mánaða fangelsi. Kenneth Breiðfjörð, sem var vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar og Leifur Örn Gunnarsson, sem var verslunarstjóri timbursölu Byko, þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi sem og Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko. Þeir Guðmundur Loftsson, starfsmaður í þjónustuveri Húsasmiðjunnar, og Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Húsasmiðjunnar, voru sakfelldir en refsingu þeirra er frestað og skilorðsbundin til tveggja ára. Samkvæmt dómnum er refsingu Guðmundar og Ragnars frestað í ljósi þess að þeir voru óbreyttir starfsmenn fyrirtækjanna tveggja og sagðir hafa verið að fylgja fyrirmælum yfirmanna þeirra. Í tilkynningu sem Byko sendi frá sér segir að niðurstaðan valdi bæði undrun og vonbrigðum. „Úrskurðurinn sem settur er fram á yfir 50 blaðsíðum virðist vera nýr dómur en ekki endurmat á dómi í héraði. Þessi niðurstaða gengur einnig þvert á anda þeirrar ákvörðunar Áfrýjunarnefndar samkeppnismála að lækka sektargreiðslur Samkeppniseftirlitsins gagnvart BYKO um 90%. Dómurinn er að mati BYKO óskiljanlegur og ekki er ósennilegt að hann verði til þess að auka enn frekar umræður í samfélaginu um vinnubrögð og niðurstöður í Hæstarétti á undanförnum misserum og árum,“ segir í tilkynningunni.Hér má lesa dóminn í heild.
Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Símhlerunum beitt í meintu samráði Símhlerunum var beitt í tengslum við rannsókn á samkeppnisbrotum Byko og Húsasmiðjunnar en þannig tókst lögreglu að afla mikilvægra sönnunargagna um meint samkeppnisbrot. 31. mars 2011 19:15 Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00 Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06
Símhlerunum beitt í meintu samráði Símhlerunum var beitt í tengslum við rannsókn á samkeppnisbrotum Byko og Húsasmiðjunnar en þannig tókst lögreglu að afla mikilvægra sönnunargagna um meint samkeppnisbrot. 31. mars 2011 19:15
Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00
Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50