Innlent

Liggur þungt haldinn eftir fjórhjólaslys við Geysi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi við Geysi í gær.
Frá vettvangi við Geysi í gær. vísir/mhh

Karlmaður á áttræðisaldri sem slasaðist alvarlega í fjórhjólaslysi við Geysi í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á Landspítalanum.

Þetta segir Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi.

Elís segir að slysið sé enn í rannsókn. Lögreglan á Suðurlandi hafi fengið aðstoð frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa á vettvangi og það hafi tekist að ná utan um vettvanginn í gær.

Fram kom í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi í gær að svo virtist sem ökumaður fjórhjólsins hefði misst stjórn á því með þeim afleiðingum að hjólið valt.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til móts við þyrlu sem flutti hann á Landspítalann í Fossvogi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.