Innlent

Alvarlegt umferðarslys við Geysi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins og sést hún hér í Reykholti fyrr í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins og sést hún hér í Reykholti fyrr í dag.

Alvarlegt umferðarslys varð við Geysi á ellefta tímanum í morgun. Samkvæmt Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi er um að ræða fjórhjólaslys.

Einn var fluttur slasaður af vettvangi en frekari upplýsingar verða ekki veittar að sinni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins og þá sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að vettvangslið hafi verið sent frá Flúðum að Geysi.

Fréttin var uppfærð klukkan 11:44.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.