Telja sig hafa skipuleggjanda innflutningsins: „Ég minnist þess ekki að hafa séð annað eins magn og styrkleika af kókaíni“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júlí 2019 18:39 Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn. Vísir/vilhelm Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. Hann segir að málið verði sent til Héraðssaksóknara í byrjun næstu viku. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið er sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs sakborninganna en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Jón Halldór segir að styrkur efnissins hafi reynst vera 85 prósent en algengt er að styrkur kókaíns sem haldlagt er á götunni sé á milli 10 og 20 prósent. „Ég minnist þess ekki að hafa séð í mínu starfi annað eins magn af kókaíni eða annan eins styrkleika,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Það sé mjög athugunarvert hve sterkt efnið virðist vera og hversu mikið magnið sé. „Þetta vekur upp spurningar um það hvort það sé verið að breyta innflutningsaðferðum og reyna að flytja inn í minna umfangi með því að hafa efnið sterkara,“ segir Jón Halldór. Ungu mennirnir reyndust vera með efnin hvor í sinni ferðatöskunni. Fljótlega komu fram upplýsingar um þriðja aðilann sem grunaður er um að vera skipuleggjandi innflutningsins. Einnig eru til rannsóknar aðrar ferðir ungu mannanna þar sem grunur leikur á að þeir hafi verið í sömu erindagjörðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða að minnsta kosti þrjár aðrar ferðir frá áramótum. Þá var lagt hald á rúmar 3 milljónir í reiðufé við rannsókn málsins. Ólafur Helgi hefur áhyggjur af því að of mikið af fíkniefnum komist til landsins. „Enda erum við að reyna það sem við getum til að koma í veg fyrir slíkan innflutning,“ segir Ólafur Helgi. Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30 Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. Hann segir að málið verði sent til Héraðssaksóknara í byrjun næstu viku. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið er sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs sakborninganna en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Jón Halldór segir að styrkur efnissins hafi reynst vera 85 prósent en algengt er að styrkur kókaíns sem haldlagt er á götunni sé á milli 10 og 20 prósent. „Ég minnist þess ekki að hafa séð í mínu starfi annað eins magn af kókaíni eða annan eins styrkleika,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Það sé mjög athugunarvert hve sterkt efnið virðist vera og hversu mikið magnið sé. „Þetta vekur upp spurningar um það hvort það sé verið að breyta innflutningsaðferðum og reyna að flytja inn í minna umfangi með því að hafa efnið sterkara,“ segir Jón Halldór. Ungu mennirnir reyndust vera með efnin hvor í sinni ferðatöskunni. Fljótlega komu fram upplýsingar um þriðja aðilann sem grunaður er um að vera skipuleggjandi innflutningsins. Einnig eru til rannsóknar aðrar ferðir ungu mannanna þar sem grunur leikur á að þeir hafi verið í sömu erindagjörðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða að minnsta kosti þrjár aðrar ferðir frá áramótum. Þá var lagt hald á rúmar 3 milljónir í reiðufé við rannsókn málsins. Ólafur Helgi hefur áhyggjur af því að of mikið af fíkniefnum komist til landsins. „Enda erum við að reyna það sem við getum til að koma í veg fyrir slíkan innflutning,“ segir Ólafur Helgi.
Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30 Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30
Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00