Telja sig hafa skipuleggjanda innflutningsins: „Ég minnist þess ekki að hafa séð annað eins magn og styrkleika af kókaíni“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júlí 2019 18:39 Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn. Vísir/vilhelm Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. Hann segir að málið verði sent til Héraðssaksóknara í byrjun næstu viku. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið er sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs sakborninganna en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Jón Halldór segir að styrkur efnissins hafi reynst vera 85 prósent en algengt er að styrkur kókaíns sem haldlagt er á götunni sé á milli 10 og 20 prósent. „Ég minnist þess ekki að hafa séð í mínu starfi annað eins magn af kókaíni eða annan eins styrkleika,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Það sé mjög athugunarvert hve sterkt efnið virðist vera og hversu mikið magnið sé. „Þetta vekur upp spurningar um það hvort það sé verið að breyta innflutningsaðferðum og reyna að flytja inn í minna umfangi með því að hafa efnið sterkara,“ segir Jón Halldór. Ungu mennirnir reyndust vera með efnin hvor í sinni ferðatöskunni. Fljótlega komu fram upplýsingar um þriðja aðilann sem grunaður er um að vera skipuleggjandi innflutningsins. Einnig eru til rannsóknar aðrar ferðir ungu mannanna þar sem grunur leikur á að þeir hafi verið í sömu erindagjörðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða að minnsta kosti þrjár aðrar ferðir frá áramótum. Þá var lagt hald á rúmar 3 milljónir í reiðufé við rannsókn málsins. Ólafur Helgi hefur áhyggjur af því að of mikið af fíkniefnum komist til landsins. „Enda erum við að reyna það sem við getum til að koma í veg fyrir slíkan innflutning,“ segir Ólafur Helgi. Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30 Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. Hann segir að málið verði sent til Héraðssaksóknara í byrjun næstu viku. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið er sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs sakborninganna en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Jón Halldór segir að styrkur efnissins hafi reynst vera 85 prósent en algengt er að styrkur kókaíns sem haldlagt er á götunni sé á milli 10 og 20 prósent. „Ég minnist þess ekki að hafa séð í mínu starfi annað eins magn af kókaíni eða annan eins styrkleika,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Það sé mjög athugunarvert hve sterkt efnið virðist vera og hversu mikið magnið sé. „Þetta vekur upp spurningar um það hvort það sé verið að breyta innflutningsaðferðum og reyna að flytja inn í minna umfangi með því að hafa efnið sterkara,“ segir Jón Halldór. Ungu mennirnir reyndust vera með efnin hvor í sinni ferðatöskunni. Fljótlega komu fram upplýsingar um þriðja aðilann sem grunaður er um að vera skipuleggjandi innflutningsins. Einnig eru til rannsóknar aðrar ferðir ungu mannanna þar sem grunur leikur á að þeir hafi verið í sömu erindagjörðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða að minnsta kosti þrjár aðrar ferðir frá áramótum. Þá var lagt hald á rúmar 3 milljónir í reiðufé við rannsókn málsins. Ólafur Helgi hefur áhyggjur af því að of mikið af fíkniefnum komist til landsins. „Enda erum við að reyna það sem við getum til að koma í veg fyrir slíkan innflutning,“ segir Ólafur Helgi.
Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30 Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30
Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00