Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 13:00 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambands Íslands. Vísir/vilhelm Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi í gær ítrekun í tölvupósti til sveitarfélaga landsins að þeim sé með öllu óheimilt að greiða starfsmönnum sem tilheyra Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness eingreiðslu upp á 106 þúsund krónur nú í ágúst, eins og starfsmönnum annarra stéttarfélaga. Hörð kjaradeila hefur verið á milli SGS og Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. SGS telur að sveitarfélögin, að undanskilinni Reykjavíkurborg, hafi ekki staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Frá því í mars hafa kjarasamningar Sveitarfélaganna verið lausir og viðræður í gangi. SGS vísaði deilu sinni til sáttasemjara í vor vegna pattstöðu um lífeyrismálin. Vegna þess hvað samningar hafa dregist á langinn gerði samninganefnd sveitarfélaganna samning við þau stéttarfélög sem enn eru í viðræðum um eingreiðsluna en af því að SGS vísaði deilu sinni áfram þá fá þeirra félagsmenn ekki slíka greiðslu. „Þeir bera því við að við séum búin að vísa til sáttasemjara og á þeirri forsendu geta þeir ekki samið við okkur um þetta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður SGS.En er ekki hægt að semja um í samráði við ríkissáttasemjara? „Jú, við létum kanna það hvort þeir væru tilbúnir til þess að gera það en svarið var nei.“ Eingreiðslan sé í raun sárabót fyrir biðlund vegna þess að kjarasamningar hafi verið lausir lengi. SGS hafi verið settir afarkostir. „Að draga til baka frá sáttasemjara og hætta að tala um þessi lífeyrismál sem er ein af okkar aðalkröfum í okkar samningum þannig að það var algjörlega óaðgengilegt. Þeir voru bara að setja deiluna í enn meiri hnút,“ segir Björn. Sveitarfélögin séu að láta deiluna bitna á þeim sem síst skyldi. „Ég lít á þetta sem þannig að það sé verið að láta okkur finna fyrir því að við skyldum vísa til sáttasemjara. Þetta fólk er lægst launaðasta fólki hjá sveitarfélögunum sem er verið að draga að borga. Auðvitað veit ég að þetta mun koma þegar við náum samningunum en þeir fá þetta ekki núna,“ segir Björn. Sambands íslenskra sveitarfélaga gaf út yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki tjá sig um deiluna á meðan hún er á borði ríkissáttasemjara. Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fleiri fréttir Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi í gær ítrekun í tölvupósti til sveitarfélaga landsins að þeim sé með öllu óheimilt að greiða starfsmönnum sem tilheyra Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness eingreiðslu upp á 106 þúsund krónur nú í ágúst, eins og starfsmönnum annarra stéttarfélaga. Hörð kjaradeila hefur verið á milli SGS og Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. SGS telur að sveitarfélögin, að undanskilinni Reykjavíkurborg, hafi ekki staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Frá því í mars hafa kjarasamningar Sveitarfélaganna verið lausir og viðræður í gangi. SGS vísaði deilu sinni til sáttasemjara í vor vegna pattstöðu um lífeyrismálin. Vegna þess hvað samningar hafa dregist á langinn gerði samninganefnd sveitarfélaganna samning við þau stéttarfélög sem enn eru í viðræðum um eingreiðsluna en af því að SGS vísaði deilu sinni áfram þá fá þeirra félagsmenn ekki slíka greiðslu. „Þeir bera því við að við séum búin að vísa til sáttasemjara og á þeirri forsendu geta þeir ekki samið við okkur um þetta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður SGS.En er ekki hægt að semja um í samráði við ríkissáttasemjara? „Jú, við létum kanna það hvort þeir væru tilbúnir til þess að gera það en svarið var nei.“ Eingreiðslan sé í raun sárabót fyrir biðlund vegna þess að kjarasamningar hafi verið lausir lengi. SGS hafi verið settir afarkostir. „Að draga til baka frá sáttasemjara og hætta að tala um þessi lífeyrismál sem er ein af okkar aðalkröfum í okkar samningum þannig að það var algjörlega óaðgengilegt. Þeir voru bara að setja deiluna í enn meiri hnút,“ segir Björn. Sveitarfélögin séu að láta deiluna bitna á þeim sem síst skyldi. „Ég lít á þetta sem þannig að það sé verið að láta okkur finna fyrir því að við skyldum vísa til sáttasemjara. Þetta fólk er lægst launaðasta fólki hjá sveitarfélögunum sem er verið að draga að borga. Auðvitað veit ég að þetta mun koma þegar við náum samningunum en þeir fá þetta ekki núna,“ segir Björn. Sambands íslenskra sveitarfélaga gaf út yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki tjá sig um deiluna á meðan hún er á borði ríkissáttasemjara.
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fleiri fréttir Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Sjá meira