Enski boltinn

Sturridge í bann fyrir brot á veðmálareglum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Daniel Sturridge
Daniel Sturridge vísir/getty

Daniel Sturridge hefur verið dæmdur í tveggja vikna bann frá fótbolta og þarf að borga háa sekt fyrir brot á veðmálareglum.

Framherjinn, sem hefur spilað fyrir Liverpool, Manchester City og Chelsea, var dæmdur í sex vikna bann en fjórar þeirra voru skilorðsbundnar og því má hann spila á ný 31. júlí næst komandi. Einnig þarf hann að borga 75 þúsund pund í sekt.

Enska knattspyrnusambandið ætlar að áfrýja dómnum en níu af 11 ákærum á hendur Sturridge var vísað frá.

Sturridge var hins vegar fundinn sekur um að hafa ráðlagt bróður sínum að veðja á möguleg vistaskipti Sturridge til Sevilla og fyrir að hafa gefið bróður sínum innherjaupplýsingar.

Sturridge var á mála hjá Liverpool á síðasta tímabili og fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu með félaginu, án þess þó að hafa tekið þátt í úrslitaleiknum. Hann var síðar í júní leystur undan samningi og er hann enn án félags.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.