Innlent

Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp.
Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. vísir/mhh
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var í Héraðsdómi Suðurlands 9. júlí síðastliðinn fyrir manndráp af gáleysi og brennu. RÚV greindi frá þessu.

Vigfús var í Héraðsdómi Suðurlands í upphafi mánaðar dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða að Kirkjuvegi 18 í október í fyrra sem varð tveimur að bana.

Elfa Marteinsdóttir, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stæði til að afstýra eldsvoðanum, var sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.

Héraðsdómur Suðurlands taldi ósannað að Vigfús hefði haft beinan ásetning. Hann var af þeim sökum sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en ekki manndráp en aðalkrafa héraðssaksóknara var að hann skyldi dæmdur fyrir manndráp og brennu en til vara manndráp af gáleysi og brennu.

Vanalega er refsing fyrir manndráp á Íslandi 16 ára fangelsi. Ríkissaksóknari segir í skriflegu svari til fréttastofu RÚV að ákveðið hefði verið að áfrýja til að Vigfús verði sakfelldur fyrir manndráp og refsing yfir honum þyngd.

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sagði við aðalmeðferð málsins að hæfileg refsing væri að Vigfús sæti allt að 18 ára fangelsi.


Tengdar fréttir

Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið

Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim.

„Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“

Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér.

Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi

Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra.

Segir Vigfús hafa hótað að kveikja í húsinu

Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoða sem varð pari að bana í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í október í fyrra, segir Vigfús Ólafsson hafa hótað að kveikja í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×