Innlent

Hraðamælingar á Hringbraut: Á einni klukkustund óku 92 ökumenn af 322 of hratt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst.
Meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu grunar að ekki hafi ekki allir áttað sig á lækkuðum hámarkshraða á Hringbraut en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að lækka hámarkshraða meðal annars á Hringbraut niður í 40 km/klst til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Lögreglustjórinn staðfesti lækkunina 6. apríl síðastliðinn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga verið við hraðamælingar á Hringbraut, vegkaflanum á milli Sæmundargötu og Ánanausta. Lögreglan stóðu vaktina eftir hádegi í gær en á einni klukkustund óku 92 ökumenn af 322 of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst. Sá sem hraðast ók mældist 70 km/klst.

Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára stúlku í byrjun árs. Íbúar í Vesturbænum létu í ljós áhyggjur sínar í kjölfarið og kröfðust umbóta.


Tengdar fréttir

Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.