Fótbolti

Hjörtur og félagar sluppu með skrekkinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjörtur og félagar eru komnir áfram þrátt fyrir tap í Turku í Finnlandi í dag.
Hjörtur og félagar eru komnir áfram þrátt fyrir tap í Turku í Finnlandi í dag. vísir/getty

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Brøndby sem tapaði fyrir Inter Turku frá Finnlandi, 2-0, í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.

Tapið kom ekki að sök því Brøndby vann fyrri leikinn með fjórum mörkum gegn einu og einvígið, 4-3 samanlagt.

Brøndby mætir Lechia Gdańsk frá Póllandi í næstu umferð.

Staðan var markalaus í hálfleik í leiknum í Turku í dag en heimamenn skoruðu tvö mörk með fjögurra mínútna millibili snemma í seinni hálfleik.

Inter Turku þurfti þá aðeins að skora eitt mark til að komast áfram en það kom ekki og Brøndby slapp með skrekkinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.