Fótbolti

Guðmundur lagði upp sigurmark Norrköping

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur og félagar eru komnir áfram í Evrópudeildinni.
Guðmundur og félagar eru komnir áfram í Evrópudeildinni. vísir/getty
Guðmundur Þórarinsson lagði upp sigurmark Norrköping gegn St Patrick's í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Norrköping vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-1 samanlagt.

Jordan Larsson kom Norrköping yfir á 36. mínútu en Conor Clifford jafnaði fyrir St Patrick's 72. mínútu.

Þegar fimm mínútur voru eftir lagði Guðmundur svo upp sigurmark Norrköping fyrir varamanninn Karl Holmberg. Ciaran Kelly, leikmaður St Patrick's, var rekinn af velli þegar mínúta var til leiksloka.

Norrköping mætir Liepāja frá Lettlandi í næstu umferð.

Malmö vann öruggan sigur á Ballymena frá Norður-Írlandi, 0-4. Sænska liðið vann einvígið, 11-0 samanlagt.

Arnór Ingvi Traustason lék ekki með Malmö vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni á mánudaginn.

Í næstu umferð mætir Malmö Domžale frá Slóveníu.


Tengdar fréttir

Arnór Ingvi ekki brotinn

Arnór Ingvi Traustason er ekki fótbrotinn eins og óttast var eftir hrottalega tæklingu sem hann varð fyrir í leik Malmö og Djurgården í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×