Fótbolti

Engin Dagný í slag Íslendingaliðanna í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Vísir/Samsett/Getty og EPA

Íslensku landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir áttu að mætast í nótt með liðum sínum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta. Af því verður þó ekki.

Utah Royals, lið Gunnhildar Yrsu, fær þá Portland Thorns, lið Dagnýjar, í heimsókn á Rio Tinto leikvanginn í Utah.

Dagný og Gunnhildur mættust í bandarísku deildinni fyrr í sumar þegar liðin þeirra gerðu markalaust jafntefli. Dagný verður hins vegar ekki með í þessum leik því hún er að gifta sig á Íslandi um þessa helgi.

Portland Thorns gat séð á eftir íslensku landsliðskonunni því liðið er að endurheimta fullt af leikmönnum frá HM í Frakklandi.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið í stóru hlutverki allt síðan að hún kom til Utah Royals. Utah Royals hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og er dottið niður í fimmta sæti deildarinnar. Liðið verður því helst að vinna leikinn í kvöld..Portland Thorns er aftur á móti með 22 stig í öðru sæti. Liðið hefur jafnmörg stig og topplið North Carolina Courage en lakari markatölu.

Leikurinn í kvöld fær mikla athygli í Bandaríkjunum en það er þó ekki vegna okkar kvenna. Ástæðan er að fimmtán leikmenn sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Frakklandi eru að snúa aftur í þessum leik þar af eru sjö heimsmeistarar úr bandaríska landsliðinu.Bandaríska deildin fór ekki í frí þótt að heimsmeistaramótið væri í gangi og því misstu margir af bestu leikmönnum deildarinnar af leikjum í júní og júlí.

Hér fyrir neðan má sjá HM-leikmennina sem snúa aftur í leiknum í nótt:

Utah Royals FC
Kelley O’Hara, Bandaríkin
Christen Press, Bandaríkin
Becky Sauerbrunn, Bandaríkin
Desiree Scott, Kanada
Katie Bowen, Nýja-Sjáland
Rachel Corsie, Skotland

Portland Thorns FC
Adrianna Franch, Bandaríkin
Tobin Heath, Bandaríkin
Lindsey Horan, Bandaríkin
Emily Sonnett, Bandaríkin
Caitlin Foord, Ástralía
Hayley Raso, Ástralía
Ellie Carpenter, Ástralía
Andressinha, Brasilía
Christine Sinclair, Kanada
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.