Engin Dagný í slag Íslendingaliðanna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 15:30 Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Vísir/Samsett/Getty og EPA Íslensku landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir áttu að mætast í nótt með liðum sínum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta. Af því verður þó ekki. Utah Royals, lið Gunnhildar Yrsu, fær þá Portland Thorns, lið Dagnýjar, í heimsókn á Rio Tinto leikvanginn í Utah. Dagný og Gunnhildur mættust í bandarísku deildinni fyrr í sumar þegar liðin þeirra gerðu markalaust jafntefli. Dagný verður hins vegar ekki með í þessum leik því hún er að gifta sig á Íslandi um þessa helgi. Portland Thorns gat séð á eftir íslensku landsliðskonunni því liðið er að endurheimta fullt af leikmönnum frá HM í Frakklandi. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið í stóru hlutverki allt síðan að hún kom til Utah Royals. Utah Royals hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og er dottið niður í fimmta sæti deildarinnar. Liðið verður því helst að vinna leikinn í kvöld..The gang is getting back together pic.twitter.com/fqPccYWQiA — Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 15, 2019 Portland Thorns er aftur á móti með 22 stig í öðru sæti. Liðið hefur jafnmörg stig og topplið North Carolina Courage en lakari markatölu. Leikurinn í kvöld fær mikla athygli í Bandaríkjunum en það er þó ekki vegna okkar kvenna. Ástæðan er að fimmtán leikmenn sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Frakklandi eru að snúa aftur í þessum leik þar af eru sjö heimsmeistarar úr bandaríska landsliðinu.Finally all back together for the first time since April. Thorns Report: Week 14, presented by @UnitusCCU. #BAONPDXpic.twitter.com/JJzXKGIyQl — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 18, 2019 Bandaríska deildin fór ekki í frí þótt að heimsmeistaramótið væri í gangi og því misstu margir af bestu leikmönnum deildarinnar af leikjum í júní og júlí. Hér fyrir neðan má sjá HM-leikmennina sem snúa aftur í leiknum í nótt:Utah Royals FC Kelley O’Hara, Bandaríkin Christen Press, Bandaríkin Becky Sauerbrunn, Bandaríkin Desiree Scott, Kanada Katie Bowen, Nýja-Sjáland Rachel Corsie, SkotlandPortland Thorns FC Adrianna Franch, Bandaríkin Tobin Heath, Bandaríkin Lindsey Horan, Bandaríkin Emily Sonnett, Bandaríkin Caitlin Foord, Ástralía Hayley Raso, Ástralía Ellie Carpenter, Ástralía Andressinha, Brasilía Christine Sinclair, KanadaWelcome home, champ!pic.twitter.com/C0KWWo57Jd — Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 17, 2019 Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Sjá meira
Íslensku landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir áttu að mætast í nótt með liðum sínum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta. Af því verður þó ekki. Utah Royals, lið Gunnhildar Yrsu, fær þá Portland Thorns, lið Dagnýjar, í heimsókn á Rio Tinto leikvanginn í Utah. Dagný og Gunnhildur mættust í bandarísku deildinni fyrr í sumar þegar liðin þeirra gerðu markalaust jafntefli. Dagný verður hins vegar ekki með í þessum leik því hún er að gifta sig á Íslandi um þessa helgi. Portland Thorns gat séð á eftir íslensku landsliðskonunni því liðið er að endurheimta fullt af leikmönnum frá HM í Frakklandi. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið í stóru hlutverki allt síðan að hún kom til Utah Royals. Utah Royals hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og er dottið niður í fimmta sæti deildarinnar. Liðið verður því helst að vinna leikinn í kvöld..The gang is getting back together pic.twitter.com/fqPccYWQiA — Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 15, 2019 Portland Thorns er aftur á móti með 22 stig í öðru sæti. Liðið hefur jafnmörg stig og topplið North Carolina Courage en lakari markatölu. Leikurinn í kvöld fær mikla athygli í Bandaríkjunum en það er þó ekki vegna okkar kvenna. Ástæðan er að fimmtán leikmenn sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Frakklandi eru að snúa aftur í þessum leik þar af eru sjö heimsmeistarar úr bandaríska landsliðinu.Finally all back together for the first time since April. Thorns Report: Week 14, presented by @UnitusCCU. #BAONPDXpic.twitter.com/JJzXKGIyQl — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 18, 2019 Bandaríska deildin fór ekki í frí þótt að heimsmeistaramótið væri í gangi og því misstu margir af bestu leikmönnum deildarinnar af leikjum í júní og júlí. Hér fyrir neðan má sjá HM-leikmennina sem snúa aftur í leiknum í nótt:Utah Royals FC Kelley O’Hara, Bandaríkin Christen Press, Bandaríkin Becky Sauerbrunn, Bandaríkin Desiree Scott, Kanada Katie Bowen, Nýja-Sjáland Rachel Corsie, SkotlandPortland Thorns FC Adrianna Franch, Bandaríkin Tobin Heath, Bandaríkin Lindsey Horan, Bandaríkin Emily Sonnett, Bandaríkin Caitlin Foord, Ástralía Hayley Raso, Ástralía Ellie Carpenter, Ástralía Andressinha, Brasilía Christine Sinclair, KanadaWelcome home, champ!pic.twitter.com/C0KWWo57Jd — Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 17, 2019
Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Sjá meira