Spennandi verkefni sem mun ekki bjóðast á hverju tímabili Hjörvar Ólafsson skrifar 1. júlí 2019 11:00 Stefán Gíslason. vísir/andri marinó Stefán Gíslason hefur tengingar í belgíska knattspyrnu þar sem hann lék með belgíska liðinu OH Leuven á árunum 2012 til 2014 en hjá því liði lauk hann farsælum atvinnumannaferli sínum. Eftir það flutti hann heim og hóf að leika með Breiðablik. Eftir að hafa leikið með Kópavogsliðinu lagði hann skóna á hilluna og settist í þjálfarateymi Breiðabliks. Hann var svo ráðinn þjálfari Hauka og stýrði liðinu í tvö keppnistímabil. Síðan lá leiðin í Breiðholtið þar sem hann var á sinni fyrstu leiktíð við stjórnvölinn hjá liðinu þegar hann fékk símtal frá Belgíu. „Þetta er ekkert sem ég hef verið að stefna að. Ég var með hugann alfarið við Leikni og ætlaði bara að klára tímabilið þar. Þá fékk ég símtal frá gamla þjálfaranum mínum hjá Leuven sem var að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lommel. Svona tækifæri koma ekki oft upp og þar sem þetta var sömuleiðis spennandi verkefni ákvað ég að slá til þrátt fyrir að hafa fílað mig vel hjá Leikni. Viðræðurnar gengu hratt fyrir sig og ég var bara kominn út nokkrum dögum eftir að viðræður hófust. Það þurfti líka eitthvað mikið til þess að toga mig frá Íslandi þar sem ég er með fjölskyldu og rek fyrirtæki,“ segir Stefán um aðdraganda þess að hann var ráðinn í starfið.Var nálægt því að spila fyrir Lommel „Það fyndna við að ég sé kominn til starfa hjá Lommel er að ég spilaði næstum því með liðinu á sama tíma og Kristján Finnbogason var í markinu hjá þeim. Ég var þá leikmaður norska liðsins Lyn og var á reynslu hjá hollenska liðinu Roda. Planið var að ég myndi spila sem lánsmaður frá Roda hjá Lommel en það gekk hins vegar ekki eftir. Nú er ég hins vegar búinn að ráða mig til félagsins sem ég átti að spila með,“ rifjar hann upp. „Ég er bara nýkominn út og er að kynna mér leikmannahópinn. Mér sýnist þetta vera góð blanda af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Það er verið að bæta alla umgjörð í félaginu og fjölga starfsgildum. Flestallir í starfsteyminu eru að koma nýir inn í félagið á þessum tímapunkti og það eru spennandi tímar fram undan. Það er engin pressa á mér að fara upp en stefnan er að gera betur en undanfarin ár. Þetta er meðalstór klúbbur á belgískan mælikvarða sem hefur verið í lægð síðustu ár og markmiðið er að gera hlutina á faglegri hátt en gert hefur verið,“ segir Stefán um það umhverfi sem hann er að fara inni í. „Það er ísraelskur eigandi sem keypti félagið fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur gefið það út að hann sé reiðubúinn að setja mikinn pening í félagið þegar hann sér að góður strúktúr er til staðar og efni til þess að færa félagið í fremstu röð. Nú hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, framkvæmdastjóri sem sér bara um karlalið félagsins í knattspyrnu og einnig í fleiri stöður sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu gerðir almennilega næstu árin,“ segir þessi fyrrverandi landsliðsmaður um framhaldið hjá félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira
Stefán Gíslason hefur tengingar í belgíska knattspyrnu þar sem hann lék með belgíska liðinu OH Leuven á árunum 2012 til 2014 en hjá því liði lauk hann farsælum atvinnumannaferli sínum. Eftir það flutti hann heim og hóf að leika með Breiðablik. Eftir að hafa leikið með Kópavogsliðinu lagði hann skóna á hilluna og settist í þjálfarateymi Breiðabliks. Hann var svo ráðinn þjálfari Hauka og stýrði liðinu í tvö keppnistímabil. Síðan lá leiðin í Breiðholtið þar sem hann var á sinni fyrstu leiktíð við stjórnvölinn hjá liðinu þegar hann fékk símtal frá Belgíu. „Þetta er ekkert sem ég hef verið að stefna að. Ég var með hugann alfarið við Leikni og ætlaði bara að klára tímabilið þar. Þá fékk ég símtal frá gamla þjálfaranum mínum hjá Leuven sem var að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lommel. Svona tækifæri koma ekki oft upp og þar sem þetta var sömuleiðis spennandi verkefni ákvað ég að slá til þrátt fyrir að hafa fílað mig vel hjá Leikni. Viðræðurnar gengu hratt fyrir sig og ég var bara kominn út nokkrum dögum eftir að viðræður hófust. Það þurfti líka eitthvað mikið til þess að toga mig frá Íslandi þar sem ég er með fjölskyldu og rek fyrirtæki,“ segir Stefán um aðdraganda þess að hann var ráðinn í starfið.Var nálægt því að spila fyrir Lommel „Það fyndna við að ég sé kominn til starfa hjá Lommel er að ég spilaði næstum því með liðinu á sama tíma og Kristján Finnbogason var í markinu hjá þeim. Ég var þá leikmaður norska liðsins Lyn og var á reynslu hjá hollenska liðinu Roda. Planið var að ég myndi spila sem lánsmaður frá Roda hjá Lommel en það gekk hins vegar ekki eftir. Nú er ég hins vegar búinn að ráða mig til félagsins sem ég átti að spila með,“ rifjar hann upp. „Ég er bara nýkominn út og er að kynna mér leikmannahópinn. Mér sýnist þetta vera góð blanda af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Það er verið að bæta alla umgjörð í félaginu og fjölga starfsgildum. Flestallir í starfsteyminu eru að koma nýir inn í félagið á þessum tímapunkti og það eru spennandi tímar fram undan. Það er engin pressa á mér að fara upp en stefnan er að gera betur en undanfarin ár. Þetta er meðalstór klúbbur á belgískan mælikvarða sem hefur verið í lægð síðustu ár og markmiðið er að gera hlutina á faglegri hátt en gert hefur verið,“ segir Stefán um það umhverfi sem hann er að fara inni í. „Það er ísraelskur eigandi sem keypti félagið fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur gefið það út að hann sé reiðubúinn að setja mikinn pening í félagið þegar hann sér að góður strúktúr er til staðar og efni til þess að færa félagið í fremstu röð. Nú hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, framkvæmdastjóri sem sér bara um karlalið félagsins í knattspyrnu og einnig í fleiri stöður sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu gerðir almennilega næstu árin,“ segir þessi fyrrverandi landsliðsmaður um framhaldið hjá félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira