Flestir styðja aukið eftirlit Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. júlí 2019 06:15 Mun fleiri eru hlynntir fleiri eftirlitsmyndavélum samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti vill fjölga eftirlitsmyndavélum um landið samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni eru tæp sjötíu prósent hlynnt fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af eru 30 prósent mjög hlynnt slíkri fjölgun en 36 prósent frekar hlynnt. Aðeins 12 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af aðeins tæp fimm prósent mjög andvíg. Lögregluembættin og Neyðarlínan hafa átt í samstarfi við sveitarfélög víða um land um fjölgun eftirlitsmyndavéla undanfarið ár. „Lögreglan hefur komið með tillögur um staðsetningu eftirlitsmyndavéla í Reykjavík og það er í kostnaðarferli. Samkomulaginu um um öryggismyndavélarnar er þannig háttað að borgin kaupir vélarnar og útvegar ljósleiðarasamband, Neyðarlínan ber ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annast vöktun,“ segir Kristinn J. Ólafsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Ég skil þörfina fyrir öryggistilfinningu en mér finnst þetta ferli við fjölgun myndavéla þurfa að vera uppi á borðum. Við megum ekki vakna upp við vondan draum einn daginn þar sem yfirvöld geta fylgst með ferðum allra án þess það hafi verið rætt hvers konar umfang er eðlilegt í slíku eftirliti, segir Katrín Atladóttir borgarfulltrúi. Hún segir örar tæknibreytingar sífellt búa til ný álitamál um rafrænt eftirlit. Í könnun Zenter er lítill munur á afstöðu fólks eftir menntunarstigi og tekjum. Aldur hefur hins vegar áhrif á afstöðu fólks í þessum efnum og þátttakendur eru hlynntari fjölgun eftirlitsmyndavéla eftir því sem þeir eru eldri. Þá eru konur líklegri en karlar til að vilja fjölga eftirlitsmyndavélum en 75 prósent þeirra vilja slíka fjölgun en 60 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu, tekjum og menntun. Stuðningur við fjölgun eftirlitsmyndavéla er yfir 50 prósentum hjá stuðningsmönnum allra flokka nema Pírata. Þar eru 47 prósent hlynntir fjölgun eftirlitsmyndavéla. Meðal þeirra er andstaða einnig mest en 24 prósent þeirra eru andvígir fjölgun. Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Mikill meirihluti vill fjölga eftirlitsmyndavélum um landið samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni eru tæp sjötíu prósent hlynnt fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af eru 30 prósent mjög hlynnt slíkri fjölgun en 36 prósent frekar hlynnt. Aðeins 12 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af aðeins tæp fimm prósent mjög andvíg. Lögregluembættin og Neyðarlínan hafa átt í samstarfi við sveitarfélög víða um land um fjölgun eftirlitsmyndavéla undanfarið ár. „Lögreglan hefur komið með tillögur um staðsetningu eftirlitsmyndavéla í Reykjavík og það er í kostnaðarferli. Samkomulaginu um um öryggismyndavélarnar er þannig háttað að borgin kaupir vélarnar og útvegar ljósleiðarasamband, Neyðarlínan ber ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annast vöktun,“ segir Kristinn J. Ólafsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Ég skil þörfina fyrir öryggistilfinningu en mér finnst þetta ferli við fjölgun myndavéla þurfa að vera uppi á borðum. Við megum ekki vakna upp við vondan draum einn daginn þar sem yfirvöld geta fylgst með ferðum allra án þess það hafi verið rætt hvers konar umfang er eðlilegt í slíku eftirliti, segir Katrín Atladóttir borgarfulltrúi. Hún segir örar tæknibreytingar sífellt búa til ný álitamál um rafrænt eftirlit. Í könnun Zenter er lítill munur á afstöðu fólks eftir menntunarstigi og tekjum. Aldur hefur hins vegar áhrif á afstöðu fólks í þessum efnum og þátttakendur eru hlynntari fjölgun eftirlitsmyndavéla eftir því sem þeir eru eldri. Þá eru konur líklegri en karlar til að vilja fjölga eftirlitsmyndavélum en 75 prósent þeirra vilja slíka fjölgun en 60 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu, tekjum og menntun. Stuðningur við fjölgun eftirlitsmyndavéla er yfir 50 prósentum hjá stuðningsmönnum allra flokka nema Pírata. Þar eru 47 prósent hlynntir fjölgun eftirlitsmyndavéla. Meðal þeirra er andstaða einnig mest en 24 prósent þeirra eru andvígir fjölgun. Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira