Innlent

Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Að sögn lögreglu barst tilkynning frá húsráðanda í Breiðholti um skothvell sem virtist koma frá húsi nágranna hans.
Að sögn lögreglu barst tilkynning frá húsráðanda í Breiðholti um skothvell sem virtist koma frá húsi nágranna hans. Vísir/vilhelm
Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum.Að sögn lögreglu barst tilkynning frá húsráðanda í Breiðholti um skothvell sem virtist koma frá húsi nágranna hans. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ummerki í jarðvegi fyrir utan umrætt hús gáfu til kynna að þar hefði verið hleypt af skoti og var í kjölfarið fengin heimild til húsleitar.Við framkvæmd leitarinnar var húsráðandi handtekinn auk annars manns sem var gestkomandi í húsinu. Hald var lagt á smáræði fíkniefna og þar að auki tvö skotvopn, haglabyssu og riffil, auk skotfæra. Grunur leikur á að skotvopnin séu þýfi úr innbroti.Málið telst upplýst og hefur mönnunum verið sleppt.Maðurinn sem var gestkomandi í húsinu er af erlendum uppruna. Hann var hér í ólöglegri dvöl og hafði verið vísað úr landi. Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur verið gert viðvart um hans mál. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.