Innlent

Sjö vilja verða þjóðleikhússtjórar

Jakob Bjarnar skrifar
Sjö sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra en Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mun skipa í stöðuna.
Sjö sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra en Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mun skipa í stöðuna. Vísir/Egill
Sjö vilja verða þjóðleikhússtjórar samkvæmt upplýsingum frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meðal umsækjenda er Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri.

Starfið var auglýst laust til umsóknar 10. maí síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út í upphafi þessa mánaðar.

Sjö umsóknir bárust, fjórar konur og þrír karlar sækja um starfið, eins og fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu:

Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri

Guðbjörg Gústafsdóttir

Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri

Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri

Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur.

Skipað verður í embætti þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir hefur fjallað nokkuð um hugsanlegar vendingar í leikhúsinu og baráttu þar bak við tjöldin. Hefur meðal annars sagt frá því að auk Ara hafi þau Magnús Geir, Kristín, Kolbrún og Brynhildur sótt um.


Tengdar fréttir

Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun.

Þjóðleikhúsráð segir af sér

Allir fulltrúar í ráðinu sammæltust um að segja af sér til að hafið sé yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi.

Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar

Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.