Innlent

Vill endurskoða framkvæmd útlendingalaganna

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dóms-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dóms-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni að sérstaklega þurfi að fara yfir framkvæmd útlendingalaganna þegar kemur að börnum.

Framkvæmdin þurfi að fullu að samræmast anda laganna – „sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,“ skrifar Þórdís Kolbrún. Þegar lögin voru samþykkt starfaði Þórdís Koldbrún sem aðstoðamaður Ólafar Nordal í Innanríkisráðuneytinu.

Þórdís kveðst ekki geta tjáð sig um málefni þeirra fjölskyldna sem hafa verið til umræðu síðastliðna daga. Hún segir þó málin vera til skoðunar innan þess kerfis sem löggjafinn hefur búið til. Hún segir sig ekki hafa heimild til að stíga inn í einstök mál til að tryggja jafnræði. Þá greinir hún frá því að í síðustu viku var haldinn ráðherrafundur um útlendingamál.

„Á þeim fundi sátu auk for­sæt­is­ráðherra, ég sem dóms­málaráðherra, fé­lags- og barna­málaráðherra, full­trúi heil­brigðisráðherra, mennta­málaráðherra og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra. Þetta sýn­ir inn á hvaða svið þessi mál fara og sýn­ir að við verðum að taka með heild­stæðari hætti á þeim,“ skrifar ráðherrann.

Hún segir til­efni fund­ar­ins hafa meðal ann­ars verið um fyr­ir­ætl­an þeirra að end­ur­hugsa þver­póli­tísku út­lend­inga­nefnd­ina sem sett var á lagg­irn­ar árið 2014, „til dæm­is með því að bæta inn í hana full­trúa barna­málaráðherra og end­ur­skoða al­mennt hlut­verk henn­ar. Út frá þessu höf­um við rætt að rýna ákveðna þætti bet­ur,“ skrifa Þórdís Kolbrún. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×