Innlent

Krikketstjörnu boðið til Íslands

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Ambati Rayudu.
Ambati Rayudu. Nordicphotos/Getty
Íslenska krikketsambandið bauð indversku stjörnunni Ambati Rayudu að koma til Íslands og sækja um dvalarleyfi. Rayudu var ekki valinn í indverska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Bretlandi. Í kjölfarið lagði hann kylfuna á hilluna.

Vakti þetta uppátæki mikla athygli í heimalandi Rayudu og birtust fréttir á stærstu miðlum landsins um það. Til dæmis India Today, Indian Times og Indian Express.

„Þetta tilboð var nú gert í gríni,“ segir Jakob Wayne Robertson, talsmaður og fyrrverandi formaður íslenska krikketsambandsins. „Við myndum auðvitað taka við Rayudu, en við gætum ekki greitt honum nein laun. Hann er atvinnumaður.“

Krikket hefur verið spilað á Íslandi í 20 ár. Í úrvalsdeildinni eru fimm lið og eru þau að langmestu leyti skipuð innflytjendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×