Innlent

Opnir fundir um þjóðgarð

Félagsheimilið Logaland.
Félagsheimilið Logaland.
Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu hefur nú boðað til opinna funda. Sveitarfélög víða um land hafa almennt lagst gegn þessum áformum.

„Á fundunum verður farið yfir verkefni nefndarinnar fram til þessa, ásamt því að ræða lokaskrefin í vinnu hennar,“ segir á vef Skagafjarðar. Fyrri fundurinn fer fram í Logalandi í Borgarfirði 12. ágúst og sá síðari í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit 26. ágúst. Áætlað er að nefndin skili lokaskýrslu með tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×