Innlent

Nauthólsvegur flöskuháls á háannatímum

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Leið 8 byrjar að ferja farþega frá BSÍ að Nauthól 18. ágúst næstkomandi.
Leið 8 byrjar að ferja farþega frá BSÍ að Nauthól 18. ágúst næstkomandi. Vísir

Leiðakerfi Strætó tekur breytingum frá og með 18. ágúst næstkomandi. Þá mun leið 5 sem ekur frá Árbæ, hætti að keyra um Nauthólsveg þess í stað enda á BSÍ. Formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir brúnna yfir Fossvog vera næsta skref til að bregðast við flöskuhálsinum sem þar myndast á háanna tímum. 

Í fréttatilkynningu frá Strætó kemur fram að áætlaður kostnaður við breytinguna sé um 7 milljónir króna fyrir árið 2019.

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir breytinguna koma með vetraráætluninni. Á Nauthólsvegi myndist mikill flöskuháls á háannatímum sem geri það verkum að leið 5 verði óáreiðanleg. „Stundum eru bara þrír eða fjórir vagnar fastir á þessum kafla,“ segir Guðmundur.

Guðmundur segir leið 8 þá væntanlega lenda í sama vanda en þann vanda vera léttvægari þar sem sú leið komi til með að aka stuttan vegarkafla, milli BSÍ og Nauthóls.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir að ekki standa til að breikka veginn í átt að Nauthól.

Hún segir næstu skref vera brúnna yfir Fossvog, milli Nauthólsvíkur og Kársness. „Brúin mun breyta miklu, þá hættir þetta að vera botnlangi og það verður meira gegnumstreymi,“ segir Sólborg. 

Sólborg segir að stefnt sé að því að hefja landfyllingu fyrir brúnna á þessu ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.