Margir teknir í óleyfi í utanlandsferðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. júlí 2019 09:30 Einstaklingur telst hafa fengið ofgreiddar atvinnuleysisbætur sem nemur þeim tíma sem hann var erlendis án þess að hafa fengið til þess leyfi. Viðurlög við fyrsta broti eru svipting bóta í tvo mánuði. Nordicphotos/Getty Það er heilmikið um að fólk fari til útlanda og við komumst að því og þá er fólk að lenda í viðurlögum,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Nú þegar sumarfrí hjá flestum Íslendingum eru að hefjast eða þegar hafin þá hyggja margir á eða hafa fyrir löngu skipulagt utanlandsferðir. Ef fólk þiggur atvinnuleysisbætur á Íslandi er því hins vegar óheimilt að yfirgefa landið til að fara í frí, nema Vinnumálastofnun sé látin vita og þá eru greiðslur til bótaþega felldar niður á meðan. Utanlandsferðir eru aðeins heimilar með sérstöku vottorði og þá til að leita að vinnu í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögulegt að gefa það upp hver þau eru, því þá myndu allir sjá við okkur,“ segir Unnur. Mjög algengt er, þegar fjölmargir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála í þessum efnum eru skoðaðir, að fólk beri því við að hafa annaðhvort ekki vitað að ólöglegt væri að fara í frí eða að tilkynna þyrfti utanlandsferðir fyrir fram. Atvinnulausir sem þiggja bætur þurfa að sýna fram á virka atvinnuleit og staðfesta sig rafrænt í hverjum mánuði. Ein leið til að góma fólk er að Vinnumálastofnun sér frá hvaða landi þessi rafræna staðfesting berst. Þá kemur fyrir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að samfélagsmiðlar komi upp um fólk. Fyrstu viðurlög við að vera gripinn á sólarströnd í leyfisleysi eru að missa bótaréttinn til tveggja mánaða. Í annað skiptið eru það þrír mánuði en þriðja brot þýðir að viðkomandi er sviptur bótarétti. Unnur segir djúpt á upplýsingum um hversu margir hafi sætt viðurlögum það sem af er ári og undanfarin ár vegna utanlandsferða í óleyfi. Rót vandans þar liggi í öldruðu tölvukerfi sem vonandi standi til að bæta úr á næstu tveimur árum. Aðspurð hvort dæmi séu um að fólk sé að misnota U2-vottorðin svokölluðu, sem veita atvinnuleitendum heimild til að leita sér að vinnu á EES-svæðinu og fá atvinnuleysisbætur frá íslenska ríkinu í allt að þrjá mánuði, segir Unnur að hún muni ekki til þess. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Það er heilmikið um að fólk fari til útlanda og við komumst að því og þá er fólk að lenda í viðurlögum,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Nú þegar sumarfrí hjá flestum Íslendingum eru að hefjast eða þegar hafin þá hyggja margir á eða hafa fyrir löngu skipulagt utanlandsferðir. Ef fólk þiggur atvinnuleysisbætur á Íslandi er því hins vegar óheimilt að yfirgefa landið til að fara í frí, nema Vinnumálastofnun sé látin vita og þá eru greiðslur til bótaþega felldar niður á meðan. Utanlandsferðir eru aðeins heimilar með sérstöku vottorði og þá til að leita að vinnu í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögulegt að gefa það upp hver þau eru, því þá myndu allir sjá við okkur,“ segir Unnur. Mjög algengt er, þegar fjölmargir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála í þessum efnum eru skoðaðir, að fólk beri því við að hafa annaðhvort ekki vitað að ólöglegt væri að fara í frí eða að tilkynna þyrfti utanlandsferðir fyrir fram. Atvinnulausir sem þiggja bætur þurfa að sýna fram á virka atvinnuleit og staðfesta sig rafrænt í hverjum mánuði. Ein leið til að góma fólk er að Vinnumálastofnun sér frá hvaða landi þessi rafræna staðfesting berst. Þá kemur fyrir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að samfélagsmiðlar komi upp um fólk. Fyrstu viðurlög við að vera gripinn á sólarströnd í leyfisleysi eru að missa bótaréttinn til tveggja mánaða. Í annað skiptið eru það þrír mánuði en þriðja brot þýðir að viðkomandi er sviptur bótarétti. Unnur segir djúpt á upplýsingum um hversu margir hafi sætt viðurlögum það sem af er ári og undanfarin ár vegna utanlandsferða í óleyfi. Rót vandans þar liggi í öldruðu tölvukerfi sem vonandi standi til að bæta úr á næstu tveimur árum. Aðspurð hvort dæmi séu um að fólk sé að misnota U2-vottorðin svokölluðu, sem veita atvinnuleitendum heimild til að leita sér að vinnu á EES-svæðinu og fá atvinnuleysisbætur frá íslenska ríkinu í allt að þrjá mánuði, segir Unnur að hún muni ekki til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira