Innlent

Verður ekki vísað úr landi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Asadullah Sarwary, Mahdi Sarwary og Ali Sarwary.
Asadullah Sarwary, Mahdi Sarwary og Ali Sarwary. Fréttablaðið/Stefán
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra breytti í gær reglugerð um út­lendinga sem veitir nú Út­lendinga­stofnun heimild, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, til að taka til efnis­legrar með­ferðar mál barna sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, ef það eru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að um­sókn þeirra barst ís­lenskum stjórn­völdum.

Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl.

Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál þeirra Asa­dullah, Ali og Madhi Sawary síðustu mánuði. Til stóð að vísa þeim úr landi á mánudaginn en hætt var við það eftir að annar drengjanna fékk tauga­á­fall vegna kvíða. Hefur hann nú fengið viðeigandi aðstoð.

Asadullah segist þakklátur öllum þeim sem hafa vakið athygli á máli hans. Hann og drengirnir, Ali og Madhi, voru viðstaddir fjölmenn mót­mæli sem fóru fram á fimmtudaginn.

„Þeir voru mjög glaðir þegar ég sagði þeim að allir sem væru við­staddir væru þar til að styðja þá og vildu halda þeim á Ís­landi,“ segir Asa­dullah.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×