Selfyssingar fagna veðurstöð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2019 22:30 Selfyssingar hafa nú fengið sína eigin veðurstöð frá Veðurstofu Íslands. Stöðin veitir allar helstu veðurupplýsingar, auk þess sem hún nýtist vel fyrir Sveitarfélagið Árborg við hönnun mannvirkja og fráveitna. Nýja veðurstöðin er staðsett á hesthúsasvæðinu á Selfossi, eða á Brávöllum, sem er félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Starfsmenn Veðurstofunnar sáu um að koma stöðinni upp en hún er sjálfvirk á allan hátt. Sveitarfélagið Árborg greiðir um eina milljón króna á ári fyrir veðurstöðina til Veðurstofunnar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar hefur barist fyrir því í níu ár að stöðinni yrði komið upp. „Stöðin mælir vindhraða í tíu metra hæð frá jörðu, líka lofthita í tveggja metra hæð frá jörðu, svo mælir hún úrkomu og rakastig í lofti“, segir Tómas Ellert. En var nauðsynlegt að fá veðurstöð á Selfoss? „Algjörlega nauðsynlegt einfaldlega vegna þess að við þurfum á henni að halda varðandi það að við erum að fara í miklar veituframkvæmdir þannig að hún nýtist þannig til að fylgjast með úrkomu og hún getur sparað okkur jafnvel kostnað í stærð á rörum og slíku“. Tómas Ellert segir að stöðin muni að sjálfsögðu nýtast íbúum og almenningi í landinu mjög vel því á vef Veðurstofunnar séu alltaf nýjustu upplýsingar um veðrið á Selfossi. Þá má geta þess að önnur veðurstöð er í Árborg en hún er á Eyrarbakka. „Þær sýna mismunandi niðurstöður, það geta t.d. verið gagnstæðar vindáttir annars vegar á Eyrarbakka og hins vegar á Selfossi og hitastigið er líka misjafnt“. Tómas Ellert er mjög montinn af nýju veðurstöðinni og hann segist ekki finna annað en að bæjarbúar séu það líka. „Til hamingju Selfyssingar með því að vera loksins komnir á kortið“.Það tók níu ár að fá veðurstöðina setta upp á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
Selfyssingar hafa nú fengið sína eigin veðurstöð frá Veðurstofu Íslands. Stöðin veitir allar helstu veðurupplýsingar, auk þess sem hún nýtist vel fyrir Sveitarfélagið Árborg við hönnun mannvirkja og fráveitna. Nýja veðurstöðin er staðsett á hesthúsasvæðinu á Selfossi, eða á Brávöllum, sem er félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Starfsmenn Veðurstofunnar sáu um að koma stöðinni upp en hún er sjálfvirk á allan hátt. Sveitarfélagið Árborg greiðir um eina milljón króna á ári fyrir veðurstöðina til Veðurstofunnar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar hefur barist fyrir því í níu ár að stöðinni yrði komið upp. „Stöðin mælir vindhraða í tíu metra hæð frá jörðu, líka lofthita í tveggja metra hæð frá jörðu, svo mælir hún úrkomu og rakastig í lofti“, segir Tómas Ellert. En var nauðsynlegt að fá veðurstöð á Selfoss? „Algjörlega nauðsynlegt einfaldlega vegna þess að við þurfum á henni að halda varðandi það að við erum að fara í miklar veituframkvæmdir þannig að hún nýtist þannig til að fylgjast með úrkomu og hún getur sparað okkur jafnvel kostnað í stærð á rörum og slíku“. Tómas Ellert segir að stöðin muni að sjálfsögðu nýtast íbúum og almenningi í landinu mjög vel því á vef Veðurstofunnar séu alltaf nýjustu upplýsingar um veðrið á Selfossi. Þá má geta þess að önnur veðurstöð er í Árborg en hún er á Eyrarbakka. „Þær sýna mismunandi niðurstöður, það geta t.d. verið gagnstæðar vindáttir annars vegar á Eyrarbakka og hins vegar á Selfossi og hitastigið er líka misjafnt“. Tómas Ellert er mjög montinn af nýju veðurstöðinni og hann segist ekki finna annað en að bæjarbúar séu það líka. „Til hamingju Selfyssingar með því að vera loksins komnir á kortið“.Það tók níu ár að fá veðurstöðina setta upp á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira