Innlent

Súld fyrir norðan en þurrt sunnan heiða

Andri Eysteinsson skrifar
Veðurstofan
Aftur verður fínasta veður á stærsta hluta landsins en líkt og í gær verður þurrt og bjart sunnan heiða með hita að 20 stigum þegar best lætur en jafnvel rétt rúmlega það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.Hins vegar sést þegar litið er til veðurspár fyrir norðurhluta landsins að þar er aðra sögu að segja. Úrkomusvæði nálgast úr norðri og má búast við súld eða dálítilli rigningu norðaustanlands sérstaklega en síðar einnig á norðvestur landi. Hiti á þeim slóðum ætti að vera í kringum 6-12 stig.Á morgun ættu hitatölurnar að vera jafnari yfir landið allt, skýjað verður að mestu á landinu og skúrir líklegir um land allt en hitinn ætti að mælast hæstur á Suðvesturlandi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.